Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Qupperneq 16
Tímarit Tónlistarfélagsins
sem eru ýmsum hlust-
endum til ama, þá er
vonandi að tala þeirra
hlustenda sé ekki í
liluti'alli við áhuga
þeirra á að auglýsa
tónlistarsmekk sinn.
Eitt aí viðfangsefn-
unum, og ekki hvað
sízt hefur alltaf verið
það, að halda opinbera
hljómleika og gera þá
eins vel úr garði og
efni hafa staðið til. Nú
er hljómleikahald
kostnaðarsamt hér, að-
sókn oft óviss, en
rekstur þessarar starf-
semi lelagsins mátti
ekki vera í tvísýnu, ef
hún ætti að geta náð
tilgangi sínum. Sú að-
ferð hafði oftar en
einu sinni verið reynd,
að safna áskrifend-
um að vissri tölu
hljómleika yfir vet-
Haraldur Björnsson. urinn og stund-
um gefist vel, þótt hún hefði oft verið erfið viðfangs.
Til þess að koma betra og öruggara skipulagi á var nú
horfið að því, að reyna þetta enn á ný og sendi Tónlist-
arfélagið út boðsbréf 1. ágúst 1937 og segir þar m. a.:
„Mörgum liugsandi mönnum er orðið það hið mesta á-
hyggjuefni hve fá tækifæri tónlistarvinir i þessum bæ
hafa, til þess að lilýða á góða lifandi tónlist. — Til þess
að ráða bót á þessu hefir Tónlistarfélagið áformað að
auka að nokkru starfsvið sitt næsta vetur, og hefir á-
kveðið að leita í því skyni aðstoðar tónlistarunnenda 1
16