Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Blaðsíða 26

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Blaðsíða 26
Tímarit Tónlistarfélagsins Tónltsfarskólínn o$ íslcnzh menníng Peirri spurningu hefur veriö beinl til mín, hverja þýð- ingu eg teldi, að Tónlistarskólinn hefði fyrir íslenzka menningu. I þessari spurningu eru í raun og veru tvær fólgnar. önnur er sú, hvers virði tónlistin sé yfirleitt fyrir menningu hverrar þjóðar. Henni er ekki auðsvar- að í stuttu máli. En þó að eg sé allra manna fávísastur urh leyndardóma tónlistarinnar og óbreyttur hlustandi, get ég vel gert þá játningu af heilum huga, að mér þyki hún æðst allra lista, þar sem hún nær lengst, svo að eg hlýt að telja menningu án tónlislar næsla ófull- komna. Nú er það alkunnugt, að íslendingar hafa fram undir síðustu aldamót að mestu leyti farið á mis við allar listir nema skáldlistina. Petta hefur bæði gert menn- ingu þeirra og þroska heima fyrir fátæklegri, en auk þess dulið hæfileika þeirra fyrir umheiminum. Pví að skáldskapur og ritlist, þar sem þjóðin hefur helzt getað neytt sín og i raun og veru unnið ótrúleg afrek, eru bundin við tunguna. Bókmenntir er torvell að þýða, svo að þær njóti sín, og það má óhætt segja, að íslenzkar bókmenntir, allt frá Eddukvæðum, dróttkvæðum og forn- sögum til beztu ljóða og skáldsagna 19. og 20. aldar, séu svo samgrónar stíl þeirrar lungu, sem þær eru ritaðar á, að þýðingar þeirra á erlend mál verði sjaldan nema svip- ur hjá sjón. En örfáir útlendingar geta lesið þær sér að gagni á frummálinu. Pað gegnir því mestu furðu, hvern orðstír þær þrátt fyrir þetta hafa getið sér með öðrum menningarþjóðum. Hitt er víst, að ef íslendingar hafa eitthvað svipaðar listargáfur á sviði tónlistar og mynd- listar, þá mundi heimurinn vera þeim opinn með allt öðrum hætti, þar sem þessar listir tala alheimsmál og standa að því leyti jafnt að vígi, hvort sem þær koma frá smáþjóðum eða stórþjóðum. Pað eru gildar ástæður til þess að halda, að íslendinga hafi ekki skort annað 26

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.