Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Qupperneq 27
Tímarit T ó n 1 i s t a r f é 1 a g s i n s
en kunnátlu og tækifæri Lil þess að eignast frábær tón-
skáld, og að minnsta kosti er leyfilegt að gera sér von-
ir urn, að það eigi fyrir þeim að liggja. Það mundi efla
mjög áliL þeirra sem menningarþjóðar, ef nokkur menn-
ing fær að tóra áfram í veröldinni, auk þess sem það
mundi aulta menningarlíf þeirra heima fyrir.
Pá er hin spurningin, hverju Tónlistarskólinn á undan-
förnum tíu árum hafi á orkað á þessu sviði. Pví eru auð-
vitað margir miklu kunnugri en eg. En suml af því hefur
ekki getað farið íram hjá mér. Hann hefur gert ágætum
íslenzkum tónlistarmönnum kleift að starfa hér í Reykja-
vík og beita kröftum sínum, mönnum eins og Páli ís-
ólfssyni, sjálfum brauLryðjandanum, sem með mikilli
þrautseigju heíur alll al' stefnt að hæsla markinu, þrátt
fyrir seintekinn skilning almennings og alls konar ánauð-
arvinnu, sem hefur ekki verið hæfileikum hans samboð-
in, — síðan Árna Kristjánssyni og síðasl Birni Ólafs-
syni, sem án þessa skóla mundu liafa orðið að setjast
að erlendis. Hann hefur líka flutt hingað heim duglega
tónlistarmenn frá útlöndum, og án starfs þeirra hefði
verið vonlaust að leggja hér grundvöll að fjölbreyttu
tónlistarlífi. Frá skólanum hafa þegar komið nemend-
ur, sem náð liafa þeim þroska, að fjar-stæða hefði þótt
fyrir tíu árum að lála sér til hugar koma, að unnt væri
að nema svo mikið hér á íslandi. í sambandi við þenn-
an skóla hefur verið komið hér upp furðu góðri hljóm-
sveit og ágæt tónverk verið flutt almenningi, bæði á
hljómleiluim fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins, í út-
varp og við ýmis tækifæri. Hér er myndaður jarðvegur
fyrir íslenzka tónmenningu, sem vonandi er, að mikið
vaxi upp úr í framtíðinni. Og aldrei hefur þessi stofn-
un og sú starfsemi, sem við hana er lengd, verið okkur
dýrmætari en á þessum siðustu og verstu tímum, þegar
heimurinn er lokaður ungum íslendingum, sem þurfa
að sækja menntun sína til annara landa.
SigurSur Nordal.
37