Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Qupperneq 30
Tímarit T ó n 1 i s t a r f é 1 a g s i n s
Kennarar og nemendur Tónlistarskólans, ásamt nokkr-
um meðlimum hljómsveitarinnar vorið Í93Í.
mest menningargildi hefur, en sem annars á örðugt upp-
dráttar.
Einnig hér á landi hafa nokkrir menn gerst brautryðj-
endur á þessu sviði, það eru þeir fáu menn sem stofnuðu
Tónlistarfélagið. Starfsemi Tónlistarfélagsins er þegar
kunn: 1) Rekstur Tónlislarskólans. í’ar með var æskunni
gefinn kostur á að öðlasl þá tónlistarmenntun, sem áður
var ekki hér að fá, en um leið var auðveldara að ganga
úr skugga um, hvort um þá hæfileika væri að ræða, sem
nauðsynlegir eru þeim, sem leggja út á þyrnibraut listar-
innar. 2) Starfsemi Hljómsveitar Reykjavíkur. Góð
hljómsveit hlýtur að vera sá grundvöllui', sem tónlistar-
líf i víðtækari merkingu byggist á. 3) Tónleikar Tón-
listarfélagsins, þar sem stórum skara áheyrenda (styrkt-
arfélaga) er gefið tækifæri til að vera aðnjótandi hinnar
beztu tónlistar, sem auðið er að láta í té hér, með inn-
lendum og útlendum kröftum. Pá mætti og nefna hinar
30