Jazz - 01.10.1947, Blaðsíða 5
Hljómsveit Benny Goodman 1936.
Fyrsta röð, talið frá vinstri: Pec Wee Irwin, trompet, Gene Krupa, tro'mmur, Benny Goodmafi, clari-
nett, stjórnandi, Bill De Pew, alto sax, Murrey McEachern, trombón.. Miðröð, talið frá vinstri: Hymie
Schertzer, alto sax., Red Ballard, trombón, Allan Reuss, guitar, Art Rollini, tenór sax. Aftasta- röð:
Dick Clark, ten. sax., Jess Stacy, píanó, Nat Kazebier, trpt., Chris Griffin trpt., Harry Goodman, bassi.
þá örbirgð og áhyggjur, er fátæktin lagði á
okkur“.
Það var draumur gamla Goodmans að gera
syni sína að hljómlistamönnum og er Benny
varð 10 ára fannst gamla manninum tími
vera kominn til þess að láta strákana byrja
að læra. Hann fékk hljóðfærin lánuð hjá
einu af bænahúsum gyðinga þar í borg og
jafnframt tók forstöðumaður bænahússins,
Boguslawsky, að sér að kenna bræðrunum,
fyrir 1,50 kr. fyrir kennslustund.
En ekki er allur vandinn upp talinn en,
bænahúsið átti aðeins til eitt hljóðfæri af
hverri tegund, og varð það úr, að bræðurnir
völdu sér hljóðfæri eftir stærð, Harry sá
stærsti fékk túbu, Freddy sá næsti fékk trom-
pet, en aumingja litli Benny varð að láta
sér nægja clarinettið, en hvað um það, clari-
nettið var forkunnarskrautlegt með alla takk-
ana og Benny undi glaður við sitt.
Boguslawsky var gamall maður, er hér
er komið sögu og hann gat aðeins kennt
Benny stuttan tíma, svo Benny fór til Franz
Schoepp, gamals kennara, er hafði áður kennt
við tónlistarháskólann í Chicago, og vár hjá
honum í tvö ár, og er þá upptalinn allur sá
lærdómur, er troðið hefur verið í söguhetju
okkar, og verður það til þess, að við undr-
umst enn meir tækni hans og gáfur.
JAZZ 5