Jazz - 01.10.1947, Blaðsíða 10

Jazz - 01.10.1947, Blaðsíða 10
„Ideur“ og er mjög gaman að hlusta á leik hans, sem er mest í hljómum, byggður upp frá „Melódíunni". Uppáhalds altoisti Gunnars er Willie „the Lion“ Smith, og er hann mest hrifinn af Duke og Stan. Kenton af stórum hljómsveitum. Eyþór Þorláksson bassisti er fæddur 23.-3.- 30. Byrjaði fyrst að læra á guitar fyrir ári síð- an en sneri sér svo að bassanum. Sóló hans á laugardaginn var með afbrigð- um góð og má merkilegt heita hve mikið vald liann hefir á hljóðfærinu. Uppáhalds bassistinn hans er Slam Stewart. Það kom enn einu sinni fram, hve góður trommuleikari Guðm. R. Einarsson er. Hann var vel upplagður og má segja að húsið hafi leikið á reiðiskjálfi í hvert skipti er hann tók sóló. Leikur Björns R. Einarssonar var að von- um góður og er það að miklu leyti röggsamri stjórn hans að þakka hve vel tókst. Leikur Guðm. Vilbergs var og góður, þó að hann væri auðsjáanlega taugaóstyrkur, og hefir tónn hans tekið miklum breytingum og er orðinn hreinni og skærari en hann var. Gunnar Omslev á mjög gott með að „Im- provisera“ og má sjá hve hann nýtur að leika í „Session" og ef hann gæti náð sér í betri Alto myndi tónn hans eflaust lagast mikið. Olafur Pétursson hefir faliegan tón í hæg- um lögum, en hættir til að verða full harður í hröðum lögum, en í þeim hættir honum til þess að vera of þungur og síðast enn ekki síst, sólóirnar eru of langar. Undirritaður hefir heyrt Olaf leika áður og hefir því gott tæki- færi til þess að dæma leik hans og saknaði þeirrar mýktar, er annars prýðir leik hans, og minnir tónn hans þá oft á Charlie Ven- tura hinn fræga saxófónleikara. Gaukur Þórhallsson sýndi mjög góðan leik á guitar og er efalaust okkar bezti einleiks- guitaristi. Honum hættir þó oft til að taka BE-BOP Be-bop er nýr stíll í jazzmúsik, sem litið hefur heyrst hér á landi. Þessi nýi stíll tók að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum fyrir 2—3 árum, og hefur náð mikilli hylli jazz- unnenda, og þó sér í lagi hljóðfæraleikara. Aðal brautryðjendur be-bop eru altó-saxófón- leikarinn Charlie Parker og hljómsveitarstjór inn og trompetleikarinn Dizzy Gillespie. Þeir eru báðir mjög færir hvor á sitt hljóðfæri, eins og sjá má á síðustu Esquire-kosningum, þar sem Dizzy var annar á trompet og Charlie þriðji á altó. Þeir, sem be-bop spila þurfa að vera sér- staklega „tekniskir“ og hefur svertingjum tekizt einna bezt að túlka hinn nýja stíl. Þó eru náttúrlega til hvítir menn, sem be- bop spila, og eru þeir helztu úr hljómsveit Woody Herman, því þangað söfnuðust fær- ustu mennirnir. Erfitt er að útskýra be-bop, svo ekki sé farið út í tæknilegt mál, sem gæti meir orðið lesendum til leiðinda en ánægju. keimlíkar sólóir aftur og aftur t. d. nota sama upphaf á Iögum. Baldur var góður að vanda, sama má segja um Þórhall Guðjónsson á bassa. G. O. quintettinn lék tvö lög mjög smekk- leiga. Við vonum að þetta sé aðeins byrjunin, og haldið verði áfram að hafa „Session" a. m. k. einu sinni í viku. T. A. 10 JAZZ

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.