Jazz - 01.10.1947, Blaðsíða 12

Jazz - 01.10.1947, Blaðsíða 12
Plötufréttir. Nýlega er komin út plata frá Capitol plötufyrirtækinu. „Happy blues“ og „Them there eyes“ eru lögin á henni, og syngja hljómsveitarstjórarnir Benny Good- man og Stan Kenton fyrra lagið og leikur „all-star“ hljómsveit með, sem í eru Red Norvo, Benny Carter, Charlie Shavers og fleiri álíka færir menn. Seinna lagið er ein- göngu leikið og er Goodman þar með. Decca-23956 er númerið á plötu þeirri, sem álitin er vera sú bezta sem til er af jazzplöt- um. Hún er nýútkomin og eru lögin á henni „Lady he good“ og „Flying home“, bæði sungin í „scat-vocal“ af E'llu Fitzgerald. Vetrarstarfsemin er nú hafin í samkomu- húsum Reykjavíkur og hafa nokkrar breyt- ingar orðið á hljómsveitum húsanna. Björn R. Einarsson verður áfram með sína hljómsveit í Breiðfirðingabúð, en Gunnar Egilsson er hættur í henni, og verða þeir aðeins fimm fyrst um sinn. Carl Billich hefur nú tekið við stjórn hljóm- sveitarinnar á Borg, með honum eru Höskuld ur Þórhallsson á trompet, Jóhannes Eggerts- son á trommur og þeir Þórir, Vilhjálmur og Sveinn á saxófóna. Hljómsveit Aage Lorange í Sjálfstæðishús- inu er óbreytt. K.K. sextettinn leikur í Sam- komusal Mjólkurstöðvarinnar, þess láðist að geta í síðasta blaði að Hallur Símonarson leikur i hljómsveitinni á bassa. 1 Tjarnacaffe verður Baldur Kristjánsson áfram, ásamt Karli á trommur, tveir menn hafa hætt í hljómsveitinni og komu þeir Þór- hallur Stefánsson á bassa og Stefán Þorleifs- son á tenór-saxófón í staðinn. Plötusafnaraltlúbbur. Blaðinu hefur borizt bréf frá plötusafnara í Reykjavík, þar sem hann fer þess á leit, að stofnaður verði klúbb- ur meða! plötusafnara, þannig að menn geti Viðtal vtð Kristján Kristjánsson og Svavar Gestsson Já, nú eru þeir komnir aftur, þessir tveir ungu menn, er fóru til lands jazzins, Banda- ríkjanna, til þess að kynnast jazzinum, meisturum hans, og æskustöðvum. Og nú eru þeir komnir aftur, fullir af nýjum hug- myndum og vonum um þróun hans hér á landi. Þeir hafa báðir lært á Julliard hljómlistar- skólanum, en það er einn af viðurkenndustu hljómlistarskólum Bandaríkjanna og er afar fjölmennur, t. d. stunda um 3000 manns nám við vetrarskólann. Við skólann eru tvær hljómsveitir, önnur mjög stór og eru þar t. d. 22 clarinettistar, en Kristján Kristjánsson lék í þeirri hljómsveit og lék 1. clarinett. Aðalfag Kristjáns var clarinett, en Svavars komið saman og heyrt góðar jazzplötur og skipzt á plötum innbyrðis. Þeír, sem áhuga kynnu að hafa á málinu, geta sent blaðinu nafn sitt og heimilisfang og munu þeim þá verða veittar nánari upplýs- ingar um tilhögun klúbbsins. Leiðrétting. I greinunum um trommuleik- ara, sem birtust í tveim síðustu heftum blaðs- ins, urðu þau mistök að Cozy Cole var sagð- ur vera í King Cole tríóinu, en átti að vera að hann hefði eigið tró. Ennfremur misritaðist nafn trommarans hjá Stan Kenton, það átti að vera Shelly Manne. Leiðréttist það hér með. 12 JAZZ

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.