Jazz - 01.10.1947, Blaðsíða 14
Be-Bop (framh. af bls. 10)
Hefi ég því samið við Jón M. Arnason um
að spila eftirtaldar plötur í jazzþætti Rikis-
útvarpsins mjög bráðlega, og geta menn þá
kynnt sér þennan nýja stíl og dæmt, hvernig
þeim finnst hann.
En það skal tekið fram, að því oftar sem
maður hlustar á be-bop því skemmtilegra
finnst manni það.
Plöturnar eru: 1. „Things to come“, sem
er spiluð af Dizzy Gillespie og hljómsveit
hans. Víbrafónleikarinn, Milton Jackson, spil-
ar á henni, en hann er eini víbrafónleikar-
inn, sem hingað til hefur getað spilað be-bop
svo vel sé.
2. „Donna Lee“, spiluð af Charlie Parker,
hæfileikar hans koma vel fram á plötunni.
Max Roach leikur með honum, en hann er
án efa lang bezti beJbop trommarinn.
3. „Trumpet at tempo“, spiluð af Howard
McGee, en hann er sá trompetleikarinn, sem
næst gengur Gillespie í be-bop. Asamt honum
leika Jimmy Bonn á píanó og Roy Porter á
trommur og Dingbad á bassa.
4. „Up in Dodo’s Room“. A henni leika
Howard Mc Gee, Roy Porter og Dingbad,
ásamt þeim Teddy Edwards á tenórsaxófón,
Arv Garrisson, guitar og Dodo Marmarosa,
en hann er hvítur píanisti, sem mörgum er
kunnur, og spilar hann langa sóló, sem er
afburða góð. Hann er af mörgum talinn
vera fremsti be-bop píanóleikarinn.
5. „Curbstone scuffle“, spiluð af þeim
Sonny Bermann, trompet, Bill Harris, trom-
bón, Flip Phillis, tenor-sax., Serge Charloff,
bariton-sax., Ralph Burns, píanó, Chuck
Wayne, guitar, Don Lamond, trommur og
svo Artie Bernstein á bassa. Allir eru menn
þsesir úr Woody Herman hljómsveitinni að
undanteknum Artie, sem lengi var með
Goodman.
„Dizzy"
Chnrlic Parker
Fáum dögum eftir að plata þessi var gerð
dó trompetleikarinn Sonny Berman, aðeins
tvítugur að aldri. Fráfall hans er mikill skaði
fyrir jazzinn, þar sem hann var sérstaklega
góður sólóisti, sem sjá má á því, að hann
lék fyrsta trompet í W. Herman hljómsveit-
inni, og var þar með tekinn fram fyrir þá
Neil Hefti og Pete Candoli, en eins og allir
vita þá hafa þeir alltaf verið álitnir sérlega
góðir.
Fleiri be-bopista má nefna, svo sem trom-
petleikarann Red Rodney, sem er aðal stjarn-
an í Gene Krupa hljómsveitinni, tenór-saxó-
fónleikarann Al'len Eager og svo danksa
trombónistann Kai Winding, sem er í Stan
Kenton hljómsveitinni. Ennfremur trommar-
ann J. C. Herad og Specs Powell og að lok-
um altóistann Sonny Stitt, sem tók sæti
Charlie Parker i hljómsveit Gillespie, er hann
hætti.
Hvernig orðið Be-bop varð til og hvaða
merkingu það hefur er ekki gott að segja,
það er nokkurskonar táknorð yfir þennan
nýja stíl, eins og t. d. að söngstíll sá, er Louis
Armstrong kom með er ætíð nefndur „scat“.
Svavar Gests.
14 JAZZ