Jazz - 01.10.1947, Blaðsíða 6

Jazz - 01.10.1947, Blaðsíða 6
fícnny og Gcnc Krupa t „Scssion". Baráttan um frœgðina. Meftan Benny var að læra, iék hann með hinum og þessum hljómsveitum, en í fyrsta skifti, er hann hitti einn af hinum stóru jazzistum, var hann látinn leika í forföllum clarinettleikara eins í hljómsveit Bill Grims, en hún lék á fljótabát, er fór frá Chicago til Michigan-borgar. Fyrsta daginn, er Benny var í hljómsveit- inni kom hann snemma til æfinga og settist við nótnapúltin, en þá heyrði hann kallað til sín hastri röddu: „Vertu ekki að eiga við hljóðfærin, þú þarna á stuttbuxunum." Benny snéri sér að manni þeim, er kallað hafði og sagði honurn að hann væri , hljómsveitinni, en maðurinn hló aðeins, og vildi ekki trúa Benny þangað til að Bill Grim kom þar að og kynnti fyrir Benny Bix Beiderbecke hinn fræga trompetleikara. 1 mörg ár lék Benny með hljómsveitum eins og t. d. Red Nichols, Kahn, Ben Pollack og Ted Lewis, en hann sá brátt að ef hann ætti að komast upp yrði hann að stofna sína eigin hljómsveit, og 1934 stofnar hann hljóm- sveit sína, en leiðin til frægðar varð torsótt og hann varð að berjast árum saman fyrst til að öðlast frægð í New York og seinna til að halda henni. Fyrst var hljómsveitin ráðin á Roosevelt gistihúsið í New York en leikur hennar var algerlega misheppnaður, og Benny var skapi næst að leggja niður hljómsveitina og byrja að vinna með öðrum, en Willard Alexander umboðsmaður hljómsveitarinnar hvatti hann og eggjaði, og eftir að hafa ferðast um Banda- ríkin var hljómsveitin ráðin á Palomar gisti- húsið í Los Angeles, en strax og eigandinn hafði ráðið hana sá hann eftir öllu og vildi slíta samningnum. Fyrstu kvöldin voru mis- heppnuð, en nú komu nokkrar plötur á markaðinn með Benny og hljómsveit hans og fengu góða dóma, og samstundis varð hljóm- sveitin fræg. Bezta hlfómsveit Bandaríkjanna 1935. Arið 1935 var svo hljómsveitin kjörin bezta hljómsveit Bandaríkjanna í Metronum, við skulum athuga hvernig hljómsveitin var skip- uð um þetta leyti: B. G. clarinett, stjórnandi, Pee Wee Irwin, Nate Kazabier, Chris Griffin, trompet, Murray McEachern, Red Ballard, trombon, Art Rollini, Dick Clark, tenór sax., Bill De Pew, Hymie Schertzer, alto sax., Jess Stacy, píanó, Allan Reuss, guitar, Gene Krupa, trommur, Harry Goodman, bassa. Þannig leit hljómsveitin út á árunum 1935—’36, en síðan hefir Benny breytt henni oft og mörgum sinnum, og nú seinustu tvö 6 JAZZ

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.