Jazz - 01.10.1947, Blaðsíða 7
Myndin sýnir jjóra
lir hinum nýja sextctt fícnny
Goodman. Talið frá vinstri:
fícnny Goodman, clarinett,
Al Hendric\son, guitar,
Harry Babison, bassa
og Red Norvo, vibrafón.
árin, hefir Benny ekki haft hljómsveit, og
leikur nú aðeins með sextettnum og eitt er
víst, aS Goodman nýtur sín hvergi eins vel
og með litlum hljómsveitareiningum og þær
plötur, er hann hefur leikið inn á með tríóinu,
kvartettnum, kvintettnum, sextettnum og
septettnum eru gulls ígildi, en alls hefur
Goodman leikið inn á 250 plötur.
I fyrsta skifti, er heyrðist í tríói Goodmans,
var á heimili Mildred Baily og upp frá því var
það fastur þáttur í hljómsveitarstarfsemi
Goodmans, kvartettinn var frægastur um
1937—38, er B. G. lék á clarinett, Teddy
Wilson á píanó, Lionel Hamptoná víbrafón
og Gene Krupa á trommur.
Maðurinn Goodman.
Goodman er hreykinn af að vera af rúss-
neskum uppruna, og langar mjög í hljóm-
leikaferð til Rússlands, en hingað til hefir
ekki orðið úr þvi, en hann stjórnar hljóm-
listinni í útsendingum til Rússlands og hefir
mikinn áhuga á að kynna Swing fyrir Rúss-
um. Hann er gamansamur, alþýðlegnr og
látlaus í öllu, og reynir aldrei að slá sér upp
á hneyklissögum eins og margir frægir menn
gera en þó hefir hann eitt sérkenni, hann er
mjög vandlátur um blöð í clarinettið, og eitt
sinn er hann hafði farið í gegnum kassa með
200 blöðum og ávallt leikið sama scalann,
en kona Goodmans sat í herberginu við hlið-
ina, kom ein af þjónustustúlkum þeirra hjón-
anna til frúarinnar og sagði: „Hr. Goodman
spilar ágætlega, en það er leiðinlegt að hann
skuli aðeins kunna þetta eina lag“.
Vel á minnst, Goodman er giftur, og kon-
an hans heitir Alice Hammond Duckworth
og er mjög hljómelsk og hefir mikil áhrif
á hann á því sviði.
JAZZ 7