Jazz - 01.10.1947, Blaðsíða 15

Jazz - 01.10.1947, Blaðsíða 15
Bréfakassinn Bangsi skrifar: Ég leyfi mér að senda tímaritinu Jazz þetta hréf viðvíkjandi blaðinu. Að mínum dómi finnst mér tímaritinu nokkuð ábótavant, t. d. hefði átt að nota fyrsta hefti til útskýringar á því, hvað væri jazz og á hverju hann byggðist. I tímaritinu hafa oftsinnis komið fyrir orð eins og t. d. „Rythm“, Boogie Woogie“ og „Swing“, og er lesendur blaðsins lesa þessi orð, vita margir hverjir ekki hvað þau þýða og segja þá e. t. v.: Þetta er eitthvað í jazz- inum og þá er allt í lagi. Það er ekki nóg að þetta ágæta tímarit kynni fræga listamenn á sviði jazzins heldur verður að útskýra þessa tónlistartegund eins ýtarlega og hægt er. Eins ætti Jón M. Arnason, er hefir jazz- þáttinn í útvarpinu, að útskýra hvern stíl fyrir sig, taka t. d. „Rythm“ fyrir í einum þætti og „Boggie Woogie“ í öðrum, þar til að búið væri að fá yfirlit yfir meginstefnur jazzins. Þá gæti hann byrjað að kynna frægar hljóm- sveitir og einleikara eins og að undanförnu. Ef allir jazzunnendur eru samtaka og leggj- ast á eitt til að breiða út jazzinn, mun mót- stöðumönnum hans fljótlega fækka. Ég vil að endingu þakka brautryðjendum blaðsins fyrir það, er þeir hafa gert til að breiða út og kynna jazz, og ég óska Jazz alls góðs í framtíðinni. TÍMARITIÐ JAZZ Útgcfandi Hljóðfæravcrzl. Drangey Ritstjóri Tage Ammendrup Afgrciðsla Laugavcg 58 Símar: Auglýsingar og ritstjórn 3311 Afgreiðsla 3896 ALÞÝÐUi’HENTSMIÐJAN H F Svar: Við þökkum „Bangsa" fyrir bréf hans og erum sammála því helzta í sambandi við kynningu á jazz, þ. e. a. s. hinum ólíku stefn- um innan hans, og byrjum við í þessu hefti á grein um Be-bop hina nýju stefnu innan jazzins. Rythm þýðir taktur og Boogie Woogie byggist á átta takta bassa í stað hins venju- lega fjögurra. Og í framtíðinni munum við gera meira af því en hingað til að kynna jazzinn, eðli hans og áhrif. Tónunnandi skrifar: Það ótrúlega er skeð, Rex Stewart fær ekki að koma. Kæra jazzblað, ég má til með að létta af hjarta mínu, og lýsa þeim vonbrigð- um, er ég varð fyrir, og allir mínir kunningj- ar. Það er ótrúlegt að hægt sé að banna hljóm- listina, ótrúlegt að hægt sé að kalla það lúxus að leika á hljóðfæri og hlusta á hljómlist. Það er ekki hægt að fá hljóðfæri í hljóð- færaverzlunum, ekki hægt að fá keyptar nót- ur, ekki hægt að hlusta á góða hljómleika og það eina, sem strákar á mínum aldri geta JAZZ 15

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.