Musica - 01.04.1948, Side 7

Musica - 01.04.1948, Side 7
fyrir hugrekki sitt. Hann syngur Toreador söng sinn og vinnur hjarta Carmen. Þegar flestir eru farnir úr kránni, koma smyglar- arnir Remendado og Dancairo inn og hvetja Carmen og vinkonur hennar Frasquita og Mercedes til að hjálpa til við smyglaraferð þá um núttina, en Carmen vill ekki vera með, því hún væntir José. Hann kemur líka, og gerir Carmen hann æran með dansi sínum og söng„ og þegar herlúðurinn kall- ar alla hermenn heim í herbúðirnar, eggjar Carmen José til að fara hvergi og hann syngur þá aríu sína um blómið, sem hún kastaði til hans og var einasta huggun hans í fangelsinu. f , !■ r ■ J-— f/eur <jL/e /a m'a-va/s je — fe — e Blómaarían ár 2. þœtti. Carmen eggjar hann þá til að flýja með sér, en José herðir sig upp og ætlar að fara, en þá er bankað á hurðina, og Zuniga liðsforingi kemur inn. Oður af afbrýðisemi skorar José hann á hólm, en smyglararnir koma að í því og taka Zuniga og flytja hann burt. Hólmgangan við yfirmanninn gerir José ómögulegt að snúa aftur til hersins og þá er engin leið eftir nema að ganga smyglurunum á höncl. 3. þáttur. Um hánótt uppi í hinum hrikalegu og eyðilegu Pyreneafjöllum halda smyglararnir hvíld. José er meðal þeirra. Hann hatar þetta viðbjóðslega Carmen, 3. þáttur (L.Sievert). starf, ekki minnst síðan ást Carmen byrjaði að kólna, en hún hvetur hann til að fá sér annað starf eða fara heim til mömmu. Stúlkurnar eru að spá í spil, og Carmen reynir einnig gæfuna, en spilin sýna shjótan dauða hennar og hún hættir. Nú er lagt af stað, og aðeins Don José er skilinn eftir á verði. Stuttu síðar kemur Micaéla og reynir að bjarga José frá Carmen, en er skothvellur heyrist, hleypur hún hrædd á braut. Þá birtist Escamillo og José kemst að því, að það er ástasamband milli hans og Carmen, hann verður óður af reiði og skorar Escamillo á hólm, en Carmen skilur þá. Escamillo býður þeim öllum til næsta nautaats hans í Sevilla og fer. Nú sést Micaéla, en hún hafði falið sig, og biður José að koma heim með sér, því móðir hans liggi fyrir dauðanum, og José fer, en hótar Carmen að koma aftur og finna hana í fjöru. 4. þáttur. Fyrir utan nautaatssvæðið í Sevilla streyma áhorf- endur og hinir skrautbúnu nautabanar inn. Escamillo er þar einnig með Carmen við hlið sér. Þegar þau ganga inn á sviðið, aðvara vinkonur Carmen hana við José, sem þær höfðu séð í mann- þyrpingunni, en hún skeytir því engu. Er hún gengur að sæti sínu, gengur José fram og grátbiður hana að koma aftur til sín, en hún vrll ekkert hafa með hann að gera og játar að hún elski Escamillo. José verður æfur við þessa játningu, og er Carmen kastar hring José í and'lit hans, tekur hann upp hníf sinn og drepur hana. Yfirkominn af sorg fellur hann saman við lík Sígaunastúlkunnar Carmen. Það er bezt, að hlusta ekki á Debussy, maður getur átt á hættu að venjast honum og að síðustu ef til vill að þykja vænt um hann. Rims\y-Korsa\ov. Ef Franz litli hefur skrifað það, þá hlýtur það að Vera rétt. Hugsanir hans koma frá himnum. Ruzicz\a (kennari Schuberts). MUSICA 7

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.