Musica - 01.04.1948, Síða 8
Sigurður Briem
25 ára starfsafmæli.
Sigurður H. Briem kennari átti 25 ára starfsafmæli
4. nóv. síðastliðinn.
Eg hygg, að fáir hafi vitað um þennan merkisdag,
því eitt af því, sem Sigurði Briem er illa við, er að
láta bera á sér, og það er ekki hægt að gera verra en
að hrósa honum fyrir starfið, en í gamla timburhúsinu
við Laufásveg ihefur verið unnið mikið og óeigingjarnt
starf, sem hefur haft mikil á'hrif á hljóm.list höfuð-
staðarns, án alls hornablásturs og auglýsinga. Sig-
urður hefur verið tæpum helming ævi sinnar til að
miðla öðrum af lærdómi sínum, og hann má vera
hreykinn af starfinu.
Sigurður er fæddur í Reykjavík þann 16. maí 1895,
og voru foreldrar hans merkishjónin Susie og Hall-
dór Briem.
Væri gaman að kynnast meira ættfólki Sigurðar,
því að honum stendur merkisfól'k í báðar ættir.
Þegar í æsku hneigðist hugur Sigurðar að hljóm-
listinni, og hugsaði hann um ekkert annað, og allir
draumar hans beindust að einu marki, því, að geta
túlkað listina sjálfur — og að geta miðlað öðrum af
þe'kkingu sinni.
Það þótti ekki efnilegt í þá daga (og jafnvel enn)
fyrir unga menn að leggja út á 'hina hálu 'braut list-
anna, og því reyndu foreldrar Sigurðar að telja hon-
um hughvarf, en hann undi ekki við annað, og brátt
varð foreldrunum ljóst, að hann lifði aðeins og hrærð-
ist í návist tónanna, og þá sneru þau við blaðinu og
eftir það naut Sigurður aðstoðar þeirra, og verður
hún seint metin að verðlei'kum. Sextán ára hóf Sig-
urður nám hjá Oscar Johansen, sænskum fiðluleikara,
er þá lék á Hótel Island, og var hjá honum um tíma,
svo var hann hjá hinum og þessum kennurum, m. a.
•hjá Þórarni Guðmundssyni. Tuttugu og fimm ára fór
Sigurður utan til Danmerkur og gerðist er þangað
kom nemandi hins fræga fiðlusnillings Peder Möller
og lærði hjá honum í 4 ár.
Hafði Sigurður mjög mikið gagn af veru sinni
með Möller, enda notfærði hann sér hjálp meistarans
út í æsar.
HENRY HOLST . . .
eins árs nám 'hjá Telmanyi fór Holst frá Danmörku
og lagði leið sína til Þýzkalands og hóf nám hjá þeim
kennara, er bar höfuð og herðar yfir aðra kennara
meginlandsins, prófessor Willi Hess.
Eftir eins árs nám hjá Eless lék Holst fiðlukonsert
Beethovens og tvo aðra einleikskonserta með Fil'harm-
oniumJhljómsveitinni í Berlín og stjórnaði prófessor
Hess sjálfur hljómsveitinni. Fékk Holst afburða
dóma. Einnig fékk hann ágæta dóma fyrir sónötu-
kvöld sín, er hann 'hélt með landa sínum, píanóleik-
aranum Victor Sdhiöler.
Er heim til Danmerkur kom, komst hann í kon-
unglegu kapelluna eftir samkeppni og var þar í fimm
mánuði.
Þá frétti hann af hendingu að staðan sem konsert-
meistari við Filharmonisku hljómsveitina í Berlín
væri laus til umsóknar. Hann fékk þegar frí úr kap-
ellunni, fór til Þýzkalands, tók þátt í samkeppni við
14 aðra fiðluleikara og sigraði. Á árunum 1923—1931
ferðaðist Holst með hljómsveitinni um alla Evrópu,
og varð hann á þessum ferðum mjög hrifinn af Eng-
landi, og er honum bauðst prófessorsstaðan við Royal
College of Music I Manchester sagði liann skilið við
hið erfiða starf konsertmeistara og tók við hinu nýja
starfi, er ihann gengdi til ársins 1941, er hann flutti til
London. Holst er álitinn færasti fiðluleikari Englands
og er það orðið heimili hans, en þó heimsækir hann
ávallt Danmörku á hverju sumri.
Holst er ekki aðeins þekktur sem einleikari og
kennari, 'hann er einnig afburða kammermúsíker og
er quartett hans, Filharmoniski quartettinn, þekktur
um allan heim. Hann hefur einnig reynt sig sem
hljómsveitarstjóri og fengið góða dóma.
Vonandi fáum við að heyra Holst með hinni ný-
stofnuðu sinfóniíúhljómsveit Reykjavíkur, og þá munu
Reykvíkingar fá að heyra hljóm'leika, er þeir munu
seint gleyma.
8 MUSICA