Musica - 01.04.1948, Qupperneq 9
Sigurður Briem
Cellolei'k lærði Sigurður hjá Kramer-Petersen, og
ber Sigurður honum mjög vel söguna.
Er hér var komið sögu, kom fram á sjónarsviðið
sá maður, er átti efir að hafa mest áhrif á Sigurð af
öllu samtíðarmönnum hans, en það var Oltif Brönd-
berg, hinn kunni mandólín- og gítarsnillingur, en
hann hefur tvímælalaust verið hinn færasti maður á
þessi hljóðfæri, sem uppi hefur verið á Norðurlönd-
um. Til dæmis um tækni hans má nefna, að hann
lék einleikssónötur Baohs á mandólin, og má öllum
vera ljóst, hvílíkt þrekvirki þetta er, ef athugað er
tónsvið og bygging mandólínsins.
Af veru sinni hjá Bröndberg hafði Sigurður ómet-
anlegt gagn, og í hinni nákvæmu og hnitmiðuðu
kennsluaðferð Bröndbergs fann Sigurður þá aðferð,
er hann enn notar við kennslu, og sem einkennir
kennslubækur hans.
Og þó. hann hafi orðið fyrir áhrifum frá mörgum
frægum mandólín- og gítarleikurum, má þó segja að
kennsla Ifröndbergs sé mergurinn.
Með námi hóf Sigurður nú kennslu og 4. nóv. 1922
komu tveir fyrstu nemendurnir til hans, voru það Lit-
hái og Dani, en brátt jókst aðsóknin, og hafði Sigurður
ærið að starfa.
Kom hann sér hrátt upp nemendahljómsveit og
undi hag sínum hið bezta. En þá fékk hann þá veiki,
er ásækir alla menn, er fjarri eru ættjörðinni, heim-
þrána, og ekkert gat fengið hann frá að fara aftur
heim, heim til hins fjallkrýnda föðurlands, og þótt
vinir hans lettu hann kom það að engu haldi, hann
varð að fara.
En áður en hann fór kom fyrir atvik, er sýndi hvaða
álit Bröndberg hafði á nemanda sínum.
Margir danskir listamenn ætluðu að halda samsæti
til heiðurs danska listmálaranum Dorf, og höfðu allir
þeir listamenn, er að samsætinu stóðu, gist hina sól-
björtu Italíu, og ætluðu að láta leika ítalska hljómlist
í hófinu.
Sá eini, er gat tekið þetta að sér, var Oluf Brönd-
berg, og sneru listamennirnir sér því til hans.
En þá kom babb í bátinn. Þessi tónlist er nefnilega
leikin á mandólín og mandóló (mandóló er fimm
strengja mandólín), en slíkt hljóðfæri var ekki til í
Danmörku.
En Bröndberg dó ekki ráðalaus. Hann náði í gamla
fiðlu, bætti við streng á hana, og sjá, þar var komið
„mandóló".
Tók Bröndberg sig svo til og kenndi Sigurði á
hljóðfærið á einni viku, og vakti leikur þeirra félaga
jnikla hrifningu.
En að lokum kom hið óumflýjanlega, löngunin
eftir fósturjörðinni varð of sterk og Sigurður yfirgaf
hið beykikrýnda bróðurland vort við Eyrarsund og
geymdi í hjarta sér hugljúfar minningar, sem hann
unir sér enn við hvern þann tíma, er hann hefur af-
■ lögu.
Er heim kom eftir hina löngu fjarvist var nóg að
starfa, því fáir höfðu ennþá lagt hljómlistina fyrir sig,
svo að hér var ekki um auðugan garð að gresja, er
hinn ungi hljóðfæraleikari kom heim. Hann hóf strax
Sigitrður Briem og Olitf Bröndberg.
MUSICA 9