Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 10

Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 10
Ur hljómlistarlífinu Hin nýstofnaða sinfóníuihljómsveit Reykjavíkur hélt fyrstu tónleika sína 20. jan. undir stjórn Victors v. Urbantsohitsch, einlei'kari með hljómsveitinni var Rögnvaldur Sigurjónsson. Það má segja að nokkur óvissa hafi einkennt Mjóm- sveitina á þessum hljómleikum, en ef atihugað er hve sDutt hljómsveitin hafði æft, má telja furðanlegt hve miklu stjórnandanum hafði tekizt að ná úr henni. Píanóleik Rögnvalds Sigurjónssonar má telja „há- punkt“ hljómleiksins, tækni hans og hispursleysi setti skemmtilegan og léttan blæ á meðferðina. 2. h'ljómleikar sveitarinnar voru haldnir í marz, og voru það Mozartihljómleikar undir stjórn Róberts Abraham. Einleikari með sveitinni var Egill Jónsson clarinett- leikari. Á þessum hljómleikum sást glögglega, hve mikið sveitinni ha'fði farið fram, og var léttur og skemmti- legur blær yfir yfir öllum flutningnum. Einleikur Egils var með afbrgðum, léttur og syngjandi, og naut hin mikla tækni Egils sín að fullu. Yfirleitt má segja að þessir hljómleikar hafi verið með afbrigðum. kennslu er hann kom heim, og urðu kennslustörfin brátt svo umsvifamikil, að hann varð að snúa sér al- gerlega að þeim og hefur svo verið síðan. Við stofnun Tónlistarskólans hætti Sigurður kennslu í fiðluleik, sem þó var aðalfag hans, svo og cellóleik, þar eð hann áleit þá kennslu í góðum hönd- um, og sneri sér algerlega að mandólín- og gítar- kennslu. Sigurður hefur kennt þúsundum nemenda af öll- um stéttum á öllum aldri, og var t. d. elzti nemandi hans 79 ára, en sá yngsti 6. Gítar- og mandólín-kennslubækur Sigurðar eru kunnari en að það þurfi að lýsa þeim hér. Gítarkennslubækurnar eiga að yera í fimm heftum, og eru komin út 3, en hin væntanleg á næstunni, en mandólínskólinn á að vera 3 hefti, en út eru komin 2. Þessar bækur eru að allra áliti snilldarverk, og gef- Framh. á bls. 17. Vonandi heldur sveitin þau fyrirheit, er hún hefur gefið með þessum tveimur hljómleikum, og þá hefur hún ráðið bót á einni alvarlegustu hindrun fyrir framgangi tónlistarlífsins hér á landi. Ruth Hermans jiðluleikari héit hljómleika með aðstoð Árna Kristjánssonar í Austur'bæjarbíó í febr. síðastliðnum á vegum Tónlist- arfélagsins. Á efnisskránni voru eftirtöld lög: D-dúr sónata Hándels, Chaconne Bachs, A-dúr sónata César Francks og fiðlukonsert Mendelssohns. Nokkuð var efnisskárin þung í vöfum, og í fiðlu- konsertinum, er var síðast á efnisskránni, gætti nokk- urrar þreytu í leik ungfrúarinnar. Leikur ungfrú Hermans var mjög stílhreinn og fágaður og tæknin mjög mikil. Má Tónlistarskóli Ak- ureyrar hrósa happi yfir að fá slíkan fiðlulikara, sem ungfrú Hermans er, sem kennara við skólann. Reykvíkingar vænta þess, að ungfrú Hermans gefi sér tíma til að skreppa hingað við og við til hljóm- leikahalda. Annars er merkilegt ef athugaðar eru efnisskrár þeirra fiðluleikara, er hingað hafa komið hve þær eru keimlíkar. Undantekningarlítið hafa þeir leikið fiðlukonsert Mendelssdhns, einnig flestir D-dúr són- ötu Hándels og svo mætti lengi telja. Við treystum því að þeir, er að hljómleikum standa, atíhugi þetta. Sigurður Sf(agficld óperusöngvari hefur haldið hér nokkra hljómleika í febrúarmánuði. Voru undirtektir áheyrenda ágætar og aðsóknin grfurleg. Bezt tókust aríukvöld hans og var auðsjá- anlegt að þar átti hann heima. Einar Mar\an hélt söngskemmtun í janúar og tókst hún vel. Einar hefur verið utan um margra ára skeið og yfir- leitt hlotið góða dóma fyrir söng sinn. Húsið var þéttskipað. 10 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.