Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 13

Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 13
Ástmögur guðanna - Yehudi Menuhin Eftir Sverre Forchhammer. Þeim manni, er fellur sú gæfa í skaut, að hlusta á Yehudi Menuhin leika, getur ekki blandazt hugur um, að Menu'hin sé listamaður af guðs náð. Menuhin er einn af þeim fáu mönnum, sem ekki hafa orðið að berjast í mörg ár árangurslaust fyrir frægðinni. Frá 7 ára aldri fram á þennan dag hefur hann verið í hópi frægustu fiðluleikara heimsins. Sjaldan hefur nokkurri einni manneskju verið svo mikið gefið, og sjaldan hefur náðargáfa verið betur notuð. Yehudi Menuhin, er fæddur í New York árið 1916, foreldrar hans voru báðir kennarar við gyðingaskóla borgarinnar, en á meðan hann var reifabarn, flutti fjölskyldan til San Francisco. Hér óx Yehudi upp á heimili þar sem list og menn- ing ríkti og er foreldrarnir fóru á hljómleika, tóku þau Yehudi litla með sér af þeirri einföldu ástæðu, að þau höfðu ekki efni á að ráða barnfóstru, og þannig kynnt- ist Yeihudi listinni á unga aldri. Er hann var fjögurra ára, gaf faðir hans honum Þannig lauk ævi vinsælasta þjóðlaga’höfundar, er Bandarfkin hafa átt, og þótt hann væri algerlega ó- menntaður á sviði tónlistarinnar, þó hann léki lítils háttar á hljóðfæri, megnaði hann að skapa listaverk, sem munu lifa um aldir. En ef litið er á ævi Fosters, má sjá í henni spegil samtíðarinnar, en alþýða suðuríkjanna var rómantísk, áhrifagjörn, dreymin — og framkvæmdalaus, og í gegnum ævisögu Fosters ganga þessi skapgerðarein- kenni eins og rauðir þræðir, og er að lokum kemur og honum finnst allir sínir draumar vera brostnir, finnst honum lífið einskis virði og fremur sjálfsmorð. Eftir dauða Fosters skildi þjóðin hvað hún hafði misst, og síðan hafa lög hans, þessir gimsteinar banda- rískra tónmennta, notið vaxandi fylgis. Fyrir nokkrum árurn var tekin mynd af lffi Fost- ers og var hún rnjög góð og gafst gott tækifæri til að sjá timhverfið, sem lög hans urðu til í. Svo voru og mörg af lögum hans leikin í henni. fiðlu, og eftir eins og hálfs árs nám komst Yehudi svo langt, að konsertmeistarinn við sinfóníuhljómsveit borgarinnar tók hann til sín. Tveim árum síðar hélt Yehudi fyrsta hlómleik sinn, og var hann haldinn í ráðhúsi San Francisco að við- stöddum 9000 manns. Yehudi lék fiðlukonsert Men- delssoihns við frábærar viðtökur áheyrenda, og barst honum fjöldi tilboða, m. a. frá The Mecca Temple í New York, en Fritz Busch stjórnaði hljómsveitinni þar. Eftir nokkra umhugsun ákváðu foreldrar Menu- hins að taka því tilboði, og var ákveðið að Menuhin léki fiðlukonsert Beethovens. Hljómleikurinn var stór- kostlegur, ekki aðeins af því, að Yehude var átta ára drengur í matrósafötum, heldur lék hann þarna eitt af þeim verkum, sem jafnvel þrautvanir einleikarar líta til með virðingu. Þegar eftir hljómleikinn varð Yehudi eftirlæti á- heyrendanna og orðstír hans barst brátt til Evrópu, þar sem hljómlistarvinir biðu kornu hans með eftir- væntingu — og með nokkurri vantrú. Nú er venjan í hljómlistarlífinu þannig, að lista- maðurinn skapar sér fyrst na’fn í Evrópu og svo fer hann til Bandaríkjanna, þar sem gull og aðdáun bíður hans en með Yöbudi var þetta öfugt, honum nægði ekki aðdáun Bandaríkjamanna, heldur fór til Evrópu og „kom — sá og sigraði“. Með Yehudi var öll fjölskylda hans, og var hún vitni að hinni miklu sigurför Yeliudis. A þessari ferð sinni kynntst Yehudi mörgum af þekktustu nöfnum hljómlistarinnar, eins og Elgar, Bruno Walter, Respighi, Hubay, Furtwángler, Men- gelberg, Adolf Busch og Enesco. Vinátta hinna tveggja síðastnefndu fékk mikla þýðingu fyrir Yehudi, því að þeir urðu síðar kennarar hans. A fvrsta ’hljómleik Ydhudis í Berlín lék hann fiðlu- konserta eftir Brahms, Bach og Beethoven, og er hann hafði lokið leik sínum og var kominn inn í einleik- araherbergið, var hann þegar umkringdur af fjölda aðdáenda. Þá ruddist til hans lítill maður með skær og lifandi augu og andlitið sýndi innra líf, viðkvæmni og gáfur. Hár hans var eins og dýrðarbogi og mynd- MUSICA 13

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.