Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 6

Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 6
Útlit hans var eins og í myndum þeim er birst hafa af honum,_ lítill, horaður, eilítið kúptaxlaður, hvítur í framan og hatturinn slútti yfir augun. Varimar voru þunnar og hakan lítil, og horn- spangargleraugun voru þykk, og höfðu öll völd á efri helming andlitsins. Við tókum sérstaklega eftir taugaóstyrk hans, hann néri hinar löngu, hvítu og nær því kven- legu hendur sínar í sífellu, vipraði andlit sitt og var á sífeldu iði. Hann skrifaði nafn sitt í afmælisdagbók okkar og valdi eftir mikla og nákvæma leit 1. maí sem komudag sinn (hann er fæddur 25. september), enn þá stundum við upp erindi okkár, og viður- kenndum að við værum ekki rithandarsafnarar heldur komnir til að hafa viðtal við hann. Við töluðum við Fadayev, stjórnanda fararinn- ar, og formann rúsneska rithöfundafélagsins. I útliti er Fadayev alger mótsetning tónskálds- ins, hann er hár, þrekinn, með sólbrunnið andlit og sjálfsánægða framgöngu, og axlir eins breiðar og þær eru á íslenzku lögregluþjónabúningunum. Fadayev gaf okkur leyfi til að fá viðtal, við tónskáldið. — Hvaða áhrifum urðuð þér fyrir í Banda- ríkjunum? spurðum við tónskáldið. — Okkur líkaði yfirleitt vel. Ráðstefnan var mjög vel heppnuð, og alstaðar þar sem við kom- um fram var okkur feiknarvel tekið. Okkur hefði langað til að vera dálítið lengur í Bandaríkjunum og kynnast lífinu þar betur. — Heyrðuð þér nokkra hljómleika þar? — Ég hlustaði á Stokowsky stjórna. Bæði hann og hljómsveitinn voru stórkostleg. — Var ekki talað um, að þér stjórnuðu upp- færslu einnar af sinfóníum yðar sjálfir. — Jú, mig hefði langað til þess, en bandarísk- um yfirvöldum fannst það ekki ákjósanlegt. — Hvernig eru tilfinningar yðar eftir hina fjand- samlegu gagnryni er verk yðar, hafa hlotið í Rúss- landi til dæmis „Lady Macbeth of Mzinzk?“ — Gagnryni hefir hjálpað mér mikið í vinnu minni, þar sem hún hefir fært mig nær fólkinu. — A listamaður alltaf að vinna fyrir fólkið, og taka vilja þess framyfir sinn? — Já listamaður getur ekki einangrað sig frá fólkinu, en verður að taka þátt í hugsunum þess og vandamálum. A hvaða vestrænu tónskáldum hafið þér mest- an áhuga? — Til dæmis, Copeland, Gershwin og Harris. — Eruð þér að semja eithvað nýtt verk? — Já, óratóri um mannlega náttúru. Okkur hefði langað til að spyrja hann margra fleirri spurninga, því að hann svaraði með mestu ánægju, en stjórnandi flugvallarins William Riley kom inn í þessu, og bauð rússunum að koma til einkahíbýla sinna, á meðan þeir biðu. Okkur var boðið að vera með þeim, og augna- bliki síðar sátum við í jeppanum við hlið tón- skáldsins. I bragga Riley var píanó, og Shostakovich sett- ist niður og hóf að leika verk eftir sig — fjörugan þjóðdans sem hefir hljómað í eyrum okkar síðan. Á því augnabliki er hann snerti tónborðið, hvarf taugaóstyrkur hans eins og hann væri strokinn af honum. Við höfðum sjaldan séð mann ánægðari en tónskáldið er hann lék á píanóið, á Keflavíkur- flugvelli, og sjaldan jafn taugaóstyrkan eins og þegar hann lék ekki. Er við kvöddum Shostakovich, höfðum við það á tilfinningunni, að hann væri maður með tví- skifta og hrelda sál. JplBSHænkBHKft Metropolitán sönghikjahúsið í New York■ 6 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.