Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 5
Shostakovich á íslandi
Eftir Alan Moray Williams
Shostakovich er á íslandi!
Fregnin barst okkur snemma morguns 5. apríl.
Flugvél sú er flutti hina sjö rússnesku þátt-
takendur af „Menningar og friðarþinginu“ í New
York, varð að lenda á Keflavíkurflugvelli að
kvöldi hins 4., vegna vélarbilunar, og rússarnir
urðu að bíða eftir annari flugvél er var væntan-
leg frá Englandi.
Við hringdum ameríska hótelið á Keflavíkur-
flugvelli (De Gink) upp, og spurðumst fyrir hvort
Dmitri Shostakpvich í Kcflavt\ 5. april.
(Foto A. M. Williams).
rússneska sendinefndin væri enn á vellinum.
„Augnablik“, var svarað og við heyrðum hvísl-
ingar hjá símanum og ein rödd hvíslaði: ,,í
Guðs bænum, láttu hann ekki vita að rússarnir
séu hér enn, annars eigum við von á allri Reykja-
vík í dag“.
Þá vissum við það sem við þurftum að vita og
lögðum þegar af stað til Keflavíkur , fengum
ókeypis far, fyrst með vörubíl, og svo í einka-
fólksbíl, það var sannarlega heppilegt, því í aleig-
unni voru aðeins fimmtán krónur, og ekkert hefði
orðið af viðtalinu.
Keflavíkur flugvöllur . . . veðurbarinn . . . eyði-
staður.
Okkur er vísað að skítugum hermannabragga
. . . viðbygging við De Gink . . . skítur . . . her-
mannabeddar . . . stormur. Hvílík viðbrigði fyrir
sjömenningana, eftir dvöl þeirra á dyrustu og
glæsilegustu gistihúsum New York borgar. Þarna
sátu þeir, þreytulegir og deyfðarlegir á hermanna-
beddunum, Shostakovich, rithöfundarnir Fadayev
og Pavlenko, kvikmyndastjórarnir, Gerassimov
og Chiaureli og vísindamennirnir Oparin og Roz-
hansky. Þeir höfðu ekki notað sér leyfi íslenzku
stjórnarvaldanna og farið til Reykjavíkur. Við
undruðumst yfir því og við undrumst enn.
Var það draumur, eða veruleiki, að við fengum
tækifæri til að virða þetta merka tónskáld fyrir
okkur. Það tónskáld er hafði með verkum sín-
um haft svipuð áhrif á okkur og Beethoven,
Tschaikowsky, eða Chopin, höfundur hinnar dá-
samlegu Leningrad sinfóníu, er lýsir á átakanlegan
hátt, baráttu, þjáningum, hugrekki og fórnfýsi
hins þjáða mannkyns er barðist fyrir frelsi sínu.
Vegna þess að tónskáldið var rússneskur borg-
ari, var hann jafn fjarlægur og dularfullur og vera
frá öðrum hnetti.
MUSICA 5