Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 10

Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 10
Fartein Valen. og kom fram fyrsta sinni sem sönglagahöfundur árið 1921. Hann hefir síðan samið hljómsveitar- verk, passacagliu, sinfóníuna ,,Heimferð“ og sin- fóníu í d moll (1934). Norsku þjóðlögin hafa haft mikil áhrif á Jens- en, og eru grundvöllur tónsmíða hans. Sparre Olsen er fæddur í Stavanger árið 1903, hann hefir samið mestmegnis sönglög og norska þjóðvísan hefir haft mikil áhrif á hann. Hann stundaði tónfræðinám hjá Fartein Valen og á tónlistarháskólanum í Berlín. Meðal verka hans eru meðal annars verk fyrir kammerhljómsveit, Ver sanctum fyrir kór og hljómsveit, og ein sinfónía. Hann er mjög lyriskur og er í tónbyggingu sinni svipaður Grieg, en þó er tónbygging Olsen meira lausleg í sér. Bjarne Brustad er fæddur 1895 í Osló og hefir lært tónfræði í Noregi og erlendis. Hann hefir samið m. a. mörg verk fyrir fiðlu og violu og einn söngleik „Atlantis". Hann er afar þjóðlegur, og er í náinni snertingu við hina gömlu norsku tónlist. Einnig má nefna Eivind Groven, sem hefir vax- ið upp með Harðangurfiðlu í hendinni og leikur mjög vel á hana. Hann hefir samið mörg smálög en stærri viðfangsefni eiga ekki vel við hann, og Erling Kjellsby fæddur í Osló 1901, nemandi Fartein Valen, hann hefir m. a. samið, píanóverk, rómansa, kórsöngva, en er mest þekktur fyrir hina velsömdu og skemmtilegu kvartetta sína. Þessi ofantöldu tónskáld eru öll þjóðleg, og eru þessvegna mest leikinn, en saga norskrar nútíma- tónlistar væri ekki öll sögð, ef ekki væri getið tveggja tónskálda, sem semja í hinum alþjóðlega stíl, en það eru þeir Karl Andersen og Fartein Valen. Karl Anderson er fæddur árið 1903 í Osló, og lærði tónfræði hjá norskum kennurum. Hann kom fyrst fram með strokkvartett árið 1932, en hefir síðan samið m. a. sinfóníu fyrir kammerhljómsveit, svítu fyrir hljómsveit, og tríó fyrir fiðlu, celló og klarinett. Fartein Valen hefir sérstöðu meðal norskra tónskálda, og hann hefir meðal annars kennt flest- um hinna yngri tónskálda. Hann fæddist í Stavanger árið 1887 ólst upp á Madagaskar og stundaði nám í Berlín og París. Hann býr á afskekktum stað í vestur-Noregi, og vinnur í kyrrþey. Fyrstu verk hans syndu þegar mikinn þroska þótt ausætt væri að Brahms og Reger hefðu haft mikil áhrif á hann. Valen hefir samið m. a. þrjár sinfóníur, mörg minni hljómsveitarverk, og verk fyrir píanó, söng, orgel og kór. En Valen hefir þá sérstöðu, að þrátt fyrir þótt tónlist hans sé alþjóðleg þá er hún þó norsk í sínum innsta kjarna, og er Valen því gott dæmi um tónskáld sem hefir skapað sér þjóðlegan stíl, án þess þó að hafa orðið fyrir beinum áhrifum frá þjóðlögunum. Þeir umboðsmenn okkar úti á landi, sem enn hafa ekki sent okkur uppgjör fyrir 1948, eru beðnir að gera hið fyrsta. 10 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.