Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 29
VÍÐSJÁ
ísland.
Rögnvaldur Sigurjónsson hélt hljómleika í Aust-
urbæjarbíó í febrúar, og voru á söngskránni verk
eftir yngri og eldri tónskáld.
Hjónin Sigurður og Inga Hagen Skagfield,
héldu sameiginlega söngskemmtun í Gamla Bíó í
marz.
Karlakór Reykjav'íkur hélt söngskemmtanir í
Gamla Bíó, í apríl og voru verk eftir íslenzk og
erlend tónskáld á söngskránni, undirleikari var
Fritz Weishappel.
Framhaldskólarnir í Reykjavík héldu sameigin-
lega söngskemmtun í apríl og sungu þar fimm
karla- og blandaðir kórar.
ar trúðaflokk, og vildu ekkert heyra eða sjá ann-
að en gáskafulla glettnisöngva og dans. Nú er
eftirspurnin eftir hinum alvöruþrungnu þjóðlög-
um okkar engu minni. Kirkju-lítaniur, sem oft
eru langar og erfiðar, eru jafn vinsælar sem
alþýðusöngvar. Við erum líka teknir að kynnast
amerísku þjóðinni vegna hinna tíðu viðskipta okk-
ar við skóla og menningarstofnanir. Eftir að við
höfum haldið konserta á slíkum stöðum koma
skemmtiklúbbar þeirra í heimsókn, spyrja okkur
um starfið, bera það saman við sinn eigin söng
og syngja fyrir okkur. Þessir amerísku skólakór-
ar hafa furðulega þroskaðan tónlistarskilning og
Frú Svava Einars hélt söngskemmtun í marz
í Gamla Bíó, undirleikari var Victor von Urbands-
chitsch.
Norski listamaðurinn Roþert Riefling hélt tvo
hljómleika í Austurbæjarbíó, á vegum tónlistar-
félagsins í apríl.
Robert Riefling er fæddur í Oslo 1911, og hóf
píanónám 11 ára að aldri.
Hann hefir stundað nám m. a. hjá Edwin
Fischer.
Hann hefir haldið hljómleika í Kaupmanna-
höfn, Osló, Berlín og Budapest og hefir m. a. leik-
ið undir stjórn Bruno Walters, sem er mikil að-
dáandi hans.
Um hljómleikana sjá tónlistarlífið.
Wilhelm Lansky-Otto og Victor von Urbants-
söngkrafta. Síðustu mánuði höfum við líka sungið
á Rauða-kross skemmtunum og í stöðvum hers og
flota. Síðan margir okkar fengu amerísk borgara-
réttindi (við lærðum allir stjórnarskrána utan að,
þýddum hana á rússnesku og síðan aftur á ensku,
til að æfa okkur bæði í málinu og þjóðhollustu),
er það okkur sérstaklega hugnæmt að flytja
söngva hinna frelsiselskandi forfeðra okkar til
þessa nýja heimkynnis. Vissulega eru erfðavenjur
okkar ólíkar. En við eigum sameiginlegt áhuga-
mál, þar sem eru þær hugsjónir, sem við höldum
í heiðri. Og að sönglistin megi boða þær hugsjónir
er skref í áttina að skilningi heimsins alls á þeim.
MUSICA 29