Musica - 01.06.1949, Side 4

Musica - 01.06.1949, Side 4
JÓN LEIFS HEIMSKUNNASTI LISTAMAÐUR ÍSLANDS FIMMTUGUR Jón Leifs er vafalaust listamaður á heimsmæli- kvarða. Hann hefur með góðum árangri hazlað sér völl á öllum sviðum tónlistarinnar, og nafn hans ber skæran hljóm, hvarvetna í menningar- löndum Evrópu. ísland má vera sérstaklega hreyk- ið af þessum boðbera menningarinnar. Þegar ég hafði viðtal við Jón Leifs fyrir 25 ár- um síðan eftir að hann hafði lokið námi í Leipzig, ég var þá ritstjóri tónlistarblaðsins „Signale fiir die musikalische Welt“ í Berlín, þá kom hann mér fyrir sjónir, sem mikilhæfur maður, er þá þegar hafði ákveðið að gera þjónustuna við listina að ævistarfi sínu. Þessari göfugu ætlun hefur Jón Leifs verið trúr allt til þessa dags. Þessi mikilhæfi listamaður er á meðal fremstu menningar-fulltrúa föðurlands síns — lítillátur, en fyrirmyndar hugsjónamaður. Jón Leifs hefur vakið mikla athygli í tónlistar- borgum meginlands Evrópu, sem töfrandi stjórn- andi stórra hljómsveita: Aftur og aftur fjötraði hann áheyrendur með hljómsveitarstjórn sinni. Einnig vöktu tónsmíðar listamannsins mikla athygli. Fágaður smekkur, heilbrigðar tilfinningar og tíguleg framsetning einkenna verk hans. ómetanlegt er framlag Jóns Leifs á sviði tón- bókmennta og tónvísinda. Starf hans á þessum vettvangi mun ávallt geymast í sögu tónlistar- innar. Formannsstarf hans í félaginu STEF, er einnig framlag til íslenzkrar menningar. I hinni ábyrgðarmiklu stöðu leggur hann fram þekkingu sína og kunnáttu í almannaþágu, án tillits til eiginhagsmuna. Sá, sem þekkir listamannin, eða hefur fylgzt með þroskaferli hans, hlýtur skilyrðislaust að veita honum virðingu sína og viðurkenningu, því óþreytandi og markvisst hefur listamaðurinn hald- að leiðarenda, þótt leiðin hafi oft verið trsótt og grýtt. Nú hefur Jón Leifs náð fegursta og frjósamasta tímabili mannsævinnar. Skáldgáfa hans mun áreiðanlega flytja okkur margt og mikið, á kom- andi áratugum. Og í þeirri trú óskum við Jóni Leifs alls þess, er hann sjálfur myndi óska ís- lenzkri tónlistarmenningu, til handa næstu 25 ár- in. Lifi Jón Leifs! Fritz Jaritz. Líkindi eru til að fyrirlestraferðir hans hafi ekki borið góðan árangur, svo að hann hefir grip- ið til þess ráðs, að slá saman list sinni og póli- tískri skoðun. Laða fólk á hljómleikana með hinni fögru rödd sinni, og þruma svo yfir því um skoð- anir sínar á heimsmálunum að söngnum loknum. Þetta sambland pólitískra funda og hljómleika, er í hæsta máta óviðeigandi, og er sorglegt að Robe- son skyldi gera list sinni þá hneisu, að nota hana á þennan hátt. Robeson hefir fullt frelsi til að halda sínum skoðunum fram á fyrirlestraferðalögum sínum, cg hann hefir eflaust margt gott og fróðlegt að segja, en hann hefir ekki leyfi til, að nota list sína sem beitu til að þrengja sínum pólitísku skoð- anir upp á tónunnendur sem eru komnir til að gleyma þrasi og stjórnmálum í nærveru mikils listamanns. Paul Robeson hefur siglt undir fölsku flaggi á þessum söngskemmtunum sínum, og það hefir aldrei og mun aldrei þykja heiðarlegt. Við virðum Paul Robeson fyrir hugrekki hans og fórnfýsi í baráttunni fyrir jafnrétti negranna, en við hryggjumst yfir því, að hann skyldi henda list sinni í svað áróðurs og klækju. Listina má ekki nota sem pólitískt vopn, heldur á hún að vera sem smyrsl á þau sár, er stjórn- málaþrasið skilur eftir sig. T. A. 4 MUSICA

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.