Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 13

Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 13
TÓNMINNINGAR M.A. kvartettinn M.A. kvartettinn átti slíkra vinsælda að fagna hér á landi og á jafnvel enn, gegnum plötur þær er leiknar eru í útvarpinu, að fá hliðstæð dæmi munu vera til í íslenzkri tónlistarsögu. Á rúmlega tíu árum héldu þeir, fjórmenningar, yfir 100 söngskemmtanir við dæmafáar undirtekt- ir. Kvartettinn var kenndur við Menntaskóla Akureyrar, en þar hittust fjórmenningarnir. í Alþýðublaðinu 25. okt. 1942 segist Jóni heitn- um skáldi frá Ljárskógum svo frá um stofnun kvartettsins: „Kvartettinn fæddist eiginlega af sjálfu sér. Haustið 1932 komu þeir hælisbræður Þorgeir og Steinþór Gestssynir í Menntaskólann á Akureyri. Ég og Jakob Hafstein vorum þar fyrir. Ég komst brátt í náin kynni við þá Hælisbræður og hittumst við oft í herbergjum okkar og tókum þá oft lagið. Reyndum við að syngja þríraddað. Svo bar það einu sinni við, að Jakob kom til okkar, þar sem við vorum að syngja „Gamla Nóa“, en það er fylgja okk’ar og uppáhald. Við kenndum honum fljótt fyrsta bassa, og þar með var kvartettinn stofnaður“. Fyrsta skifti er þeir fjórmenningar sungu opinberlega var á skólaskemm'tun og í útvarpið komu þeir fram fyi'st á útvarpskvöldi menntaskól- ans vorið 1933 og upp úr því réðust þeir í að efna til sjálfstæðrar söngskemmtunar í Reykjavík, og fengu þeir þar húsfylli og ágætar undirtektir. Fjórmenningarnir fóru í söngför vestur og norð- ur um land árið 1935, og fengu alstaðar húsfylli. 1943 hætti kvartetinn söng sínum, því að fjór- menningarnir höfðu mörgum öðrum störfum að sinna, og hafa vafalaust einnig viljað hætta með- an þeir voru upp á sitt bezta, og er það skiljan- legt. Nú eru þeir komnir hver í sína áttina, og einn þeirra, Jón heitinn frá Ljárskógum dó fyrir nokkrum árum á Vífilsstöðum. Þótt kvartettinn sé nú hættur, lifir minningin um hina fjóra æskumenn, er fannst enginn stað- ur of smár og ekkert samkomuhús of afskekt til að gleðja fólk með söng sínum. MUSICA 13

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.