Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 20
Lúðrasveit Vestmannaeyja 10 óra
Lúðrasveit Vestmannaeyja var stofnuð 22.
marz 1939 og átti því 10 ára afmæli í vetur.
Aðalhvatamenn að stofnuninni voru þeir
Hreggviður Jónsson, núverandi form. og Oddgeir
Kristjánsson sem verið hefur stjórnandi hennar
frá upphafi. Alls voru stofnendur 9, en enginn
þeirra hafði áður iðkað lúðraleik að undanskild-
um hinum tveim fyrrnefndu mönnum. Nú eru
17 starfandi félagar í lúðrasveitinni, en þar af
aðeins 4 af stofnendum.
Eins og áður er sagt hefur Oddgeir Kristjáns-
son verið stjórnandi sveitarinnar frá upphafi og
hefur hann gegnt því starfi með prúðmennsku og
dugnaði, enda er hann óþreytandi starfsmaður á
sviði tónlistarinnar og er hörmulegt að jafn ágæt-
ur listamaður skuli ekki fá að vinna óskiptur að
mesta áhugamáli sínu, tónlistinni.
A páskadag s. 1. hélt lúðrasveitin afmælistón-
leika í Samkomuhúsi Vestmannaeyja. Á efnis-
skránni voru lög eftir Bach, Hándel, Mascagni,
Chopin, Horckhauven, o. fl.
Athyglisvert var, hvað sveitin var vel samæfð,
samtök voru sérlega góð, og það merkilega var,
hvað hljóðfæraleikarar blésu hreint, og er það
sérlega eftirtektarvert þar sem sveitin er eintóm-
ur „brazz“, hvorki saxófónar né klarinett, sem
mjög breiða yfir óhreinindi í lúðrasveitum.
Nokkurs taugaóstyrks gætti í meðferð sveitar-
innar' á Intermezzoi Mascagni, sérstaklega í byrj-
un lagsins, og var munur á píanó og forte ekki
nægilegur, en í hinum fjörugu mörzum sem á
eftir komu voru hljóðfæraleikararnir í essinu
sínu, enda fengu þeir óspart lof i lófa. Þrjú lög
lék sextett úr sveitinni, og var það, það bezta á
hljómleikunum. Lék sextettinn sanctus eftir
Horckhauven og Passacaglia og Sarbande eftir
Hándel. Krefjast þessi lög mikillar nákvæmni í
meðferð og virtist stjórnandi hafa fullkomið vald
yfir sextettinum. Sérstaklega voru Hándel-lögin
vel flutt og bar mikið á hinum volduga tón túb-
unnar, sem skilaði hlutverki sínu með prýði.
Að leik sextettsins loknum, lék öll sveitin
Menuett eftir J. S. Bach, sem var full hraður, og
síðan fjörugan marz eftir Görlner.
Undirtektir áheyrenda voru með ágætum, sér-
staklega við hin léttari lög, en mér er nær að
halda að hin dásamlegu lög Bach og Hándels
hafa ekki rist djúpt í sálum þeirra, eftir lófatakinu
að dæma, en það ætti einmitt að hvetja stjórnand-
ann heldur en hitt, að halda áfram á þeirri braut,
að kynna Vestmannaeyingum góða tónlist.
Að lokum vil ég óska Lúðrasveit Vestmannaeyja
til hamingju með afmælið, og vona að hún eigi
eftir að skemmta Vestmannaeyingum og öllum
landsbúum um ókomna framtíð.
H. K. G.
Tó nlistarfélags\óvin n og Sinfóníuhljómsveitin
Requiem Mozarts
Einsöngvarar: Þuríður Pálsdóttir, sópran; Guð-
rún Þorsteinsdóttir, alt; Daniel Þorkelsson, tenor
og Kristinn Hallsson, bassi.
Það var ánægjulegt að bæjarbúar skyldu fá
tækifæri til að heyra sálumessu Mozarts, þetta
meistaraverk, er var það síðasta er kom frá hans
20 MUSICA