Musica - 01.06.1949, Qupperneq 24

Musica - 01.06.1949, Qupperneq 24
Jónatan Ólafsson fæddist 17. febrúar 1914 í Reykjavík. Hann er bróðir þeirra Erlings heitins Ólafssonar og Sigurðar Ólafssonar, söngvara. Jónatan hóf píanónám 10 ára gamall og 12 ára að aldri hóf hann tónfræðinám fyrst hjá Arna Eiríkssyni og svo hjá Karli Ó. Runólfssyni. — Hvenær byrjaðir þú að spila fyrir alvöru? — 1935, á „Hótel Brúarfoss“ á Siglufirði, það vantaði píanóleikara þar, og af hendingu var ég staddur þar og tók starfið að mér, en ég verð að játa, að kunnátta mín var heldur bágborin. — Var ekki heldur róstursamt á Siglufirði í þá daga? — Nei, eftir að ég kom þangað var bærinn mikið farinn að róast, og kom sjaldan til meiri- háttar bardaga, en ég man þó eftir því, að ég gat ekki spilað tvö kvöld, vegna þess að allt var brot- ið og bramlað í veitingastofunni og stiginn upp var mölbrotinn, en það þótti logn og blíða móts við „í den tíd“. — Var áhrifa F.Í.H. mikið vart um þetta leyti? — Já, kaupið var lögfest, og reynt var á all- an hátt að bæta kjör hljóðfæraleikara. Ég reyndi að taka inntökupróf í félagið ásamt þrem öðrum, en við féllum allir, en fengum þó leyfi til að end- Líf tónlistar- mannsins er skemmtilegt Stutt viðtal við Jónatan Ólafsson píanóleikara urtaka prófið síðar. Prófdómendur voru að mig minnir þeir Eggert Gilfer, Þórhallur Árnason og Karl Ó. Runólfsson. — Finnst þér að kjör hljóðfæraleikara hafi batnað ? Virðingin fyrir hljóðfæraleikurum sem stétt hefir aukist, en peningalega hefir hagur þeirra ekki batnað. Fyrst er ég byrjaði að leika á Siglufirði fékk ég 5 kr. á tímann á rúmhelgum dögum og 6 kr. á laugardögum, og ef við lékum t. d. laugar- dags- og sunnudagskvöld fengum við 66 kr. fyrir, en verkamannakaupið var þá 80 kr. á viku, svo að þetta var ágætt kaup. — Þú hefir leikið með mörgum hljómsveitum? — Já, það má með sanni segja, ég lék t. d. um tíma með Bjarna Böðvarssyni, m. a. með stóru hljómsveitinni er lék oft í útvarpið. — Hvaða erlenda hljóðfæraleikara heldur þú mest upp á? — Ja, því er erfitt að svara, en ég er hrifinn af Tatum, Teddy Wilson og Fats Waller þótt þeir séu' harla ólíkir, en af hljómsveitunum hélt ég mest upp á Glenn Miller. — Hvenær samdir þú „Vornótt?“ — 1937—’38, annars gaf ég út fjölritaðan fox- trott árið 1938 er hét „Fögnum fögrum degi“, og ég á nokkur danslög en í handriti. — Hefir þú áhuga á klassiskri tónlist? — Já, mikinn áhuga. Ég hlusta mikið á klass- iska tónlist, og hefi gaman af að spila klassisk lög fyrir sjálfan mig. Ég stofnaði „Karlakór Siglu- fjarðar“ meðan ég var þar, en hann lognaðist út af er ég fór. Ég var einnig um tíma kirkjuorgelleik- ari á Siglufirði, og kenndi söng við barnaskólann 24 MUSICA

x

Musica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.