Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 23

Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 23
Jazzhljómleikar K. K. K. K. sýndi mikinn stórhug við að halda þessa hljómleika, en þar komu fram þrjár hljómsveitir 8 manna, 12 manna og 17 manna og tveir einsöng- varar, þau Hjördís Ström og Haukur Morthens. 12 manna hljómsveitin lék fjögur lög, tilþrifa- lítið, Gunnar Ormsley, lék einleik í „Leave us leap“, og tókst vel upp, eins tókst Vilhjálmi Guðjónssyni vel með einleik sinn í Jalousie eftir Gade. Bjöm R. Einarsson var hálf utangátta í „Laura“ enda lék hann á nýjan trombón og hefir efalaust ekki verið búinn að venjast honum. Jónas Dagbjartsson lék einleik í „Bishops Blues“ og var með afbrigðum „corny“. 8 manna hljómsveitinn lék 5 lög, og í henni voru Eyþór Þorláksson og Gunnar Ormslev, tvímæla- laust beztir. Útsetningar þær er hún lék voru skemmtilegar, en leikur hennar var alltof daufur, og samtökin ekki í bezta lagi. En vafalaust gæti þessi hljómsveit, með mikilli æfingu orðið 1. fl. þar sem hún hefir á að skipa góðum mönnum og hefir góðar útsetningar. 17 manna hljómsveitin lék „sweet music“ og hún var ósvikið „sweet“, og eftir því leiðinleg. Haukur Morthens söng fjögur lög „Sonata“, „A sunday kind of love“, „Jack, Jack, Jack“ og „The world is singing my song“. Haukur er lag- viss og öruggur, en alltof stífur á sviði, og syngur of yfirborðskennt. Söngvarar verða að skilja efni kvæðisins og Ekki þykir nein ástæða í þessu blaði til að dæma nánar um gæði hins framboðna söngs, enda áreiðanlega ekki ætlast til þess af söngstjórunum eða áheyrendum að þetta söngmót verði dæmt miðað við starfandi kóra hérlendis. En vonandi á þessi liður eftir að haldast innan skólalífsins, og ef hið unga fólk heldur áfram að æfa, eigum við von á ánægjulegum hljómleik næsta vor. S. reyna að túlka það þannig, að meðferðin verði í samræmi við efnið. Hjördís Ström var illa upplögð á fyrsta hljóm- leiknum, en mun betri á þriðja hljómleiknum. Ungfrú Ström hefir slæma tónheyrn, og á bágt með að koma rétt inn, og er ég hræddur um að hún leggi meira upp úr útliti sínu á sviðinu, en söngnum. Ef ungfrú Ström ætlar sér að verða góð dægur- lagasöngkona, verður hún að leggja hart að sér og þjálfa tónheyrn sína og rödd miskunarlaust. Björn R. Einarsson lék einleik á trombón í lag- inu „Dream' og tókst honum þar bezt upp á hljómleikunum. Hljómleikurinn endaði á laginu „Eager Beaver“, eftir Stanley Kenton og var það bezta lagið á efnissltránni og prýðilega útsett. Gunnar Ormslev lék tenór- einleikinn prýði- lega, og er hann sýnilega genginn Be-boppinu algerlega á hönd. í heild má segja að hljómleikurinn hafi verið of daufur, og efnisskráin illa samansett. En K. K. á miklar þakkir skilið fyrir þann dugnað er hann sýndi við að koma hljómleikunum upp, þrátt fyr- ir það sem að þeim mátti finna. Og hlökkum við til að heyra í þessum hljómsveitum, þegar þær hafa æft betur. T. A. MUSICA 23

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.