Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 30

Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 30
Lisa Andersen og Einar Kristjánsson í „Cosi jan tutte". chitsch, héldu hljómleika í Austurbæjarbíó í marz. Lék Lansky-Otto á Waldhorn og píanó, við góð- ar undirtektir áheyrenda. Danmörk. Einar Kristjánsson, sem hefir verið ráðinn að konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn, söng sitt fyrsta hlutverk sem Ferrando í „Cosi fan tutte“, eftir Mozart. Fær rödd hans afar góða dóma, og er honum spáð mikilli framtíð. Aftur á móti segja gagn- rýnendur að hann hafi lélegan danskan framburð, og Axel Kjerulf segir í „Poletikken“: Erfitt er að skilja dönsku Einar Kristjánssonar, og um leik hans má segja, að hann er auðsjáanlega eins og leir í höndum leikstjórans, en leikstjórinn hefir vanrækt að móta hann“. Engström og Söndring forlagið í Kaupmanna- höfn hefir tryggt sér einkarétt á hinum þekktu Peters útgáfum. A næstunni munu því koma út 200 verk m. a. eftir Bach, Chopin og Mozart.. Paul Robeson og Benjamino Gigli hafa gist Dan- mörku og von er á fjölda heimsfrægra listamanna þangað m. a. Adolf Buch, og að líkindum Casals, auk fjölda annara listamanna. Þýskaland. Þýzkt tónlistarlíf er óðum að rísa upp, og ef allt gengur vel, mun þýzka tónlistarlífið vera eftir 2—3 ár komið á það stig er það var fyrir stríð. Þýzku yfirvöldin hafa auðsynt tónlistarmönnum mikinn skilning í þeim vandræðum er þeir hafa þurft að sigrast á, og eiga þau þakkir allra tón- unnenda skilið fyrir það. Bretland. Hinn frægi píanóleikari Solomon hefir verið á ferð um Evrópu undanfarna mánuði. Hér í Englandi vakti hann mikla hrifningu, eru líkindi til að hann muni gista England aftur, áður en hann fer til Bandaríkjanna. Ekkert hefir enn verið látið uppi um tilhögun Edinborgarhátíðarhljómleikafina í sumar, en vit- að er að Sir Thomas Beecham mun vera meðal hljómsveitarstjóranna þar. Bandaríkin. Fiðluleikarinn Isac Steern er nú á hljómleika- feðalagi um Bandaríkin, en hann hefir nýlega verið á ferðalagi um Evrópu. Að loknu ferðalagi sínu um ríkin mun hann að líkindum taka sér nokkurra mánaða hvíld, en að því búnu mun hann fara í aðra Evrópuferð. Isac Steern er einn af efnilegustu fiðluleikur- um vestanhafs, og eru miklar vonir bundnar við framferil hans. Tímaritið „MUSICA/#. Tónlistartímarit, kemur út 6 sinnum á ári. — Utgefandi: Drang- eyjarútgáfan. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tage Ammendrup. Ritstjórn og afgrciðsla Laugaveg 58, símar 3311 og 3896. — Áskrift- arverð 40 kr. fyrir árið. — Sent burðargjaldsfrítt um allt land. 30 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.