Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 7

Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 7
Fréttabréf fré Italíu Nr. 1. Nýlega fór fram hér í Scala frumsýning á söng- leiknum Pélles og Melisande eftir franska tón- skáldið Claude Debussy. Var söngleikur þessi frumsýndur hér í Scala 2. apríl 1908 með ítölskum söngvurum undir stjórn Tocaninis. Var söngleikn- um í það sinn tekið með litlum fögnuði, og er sagt að næri hafi legið við að hann væri ,þrystur niður', eins það er orðað. Nokkrum árum síðar, 17. maí 1925, var hann færður upp að nýju einnig undir stj. Toscaninis og þá á frummálinu. Hlaut hann þá verðskuldaðan sigur. Þessi sýning þótti nokkur viðburður hér, enda eru nálega 26 ár síðan þetta höfuðverk franska meistarans hafði verið sýnt hér í Scala. — I þetta sinn stjórnaði verkinu hljómsveitarstjórinn Victor de Sabata, en hann er um þessar myndir talinn ganga næst Toscanini. Aðalhlutverkin sungu frönsku hjónin Géori Boué og Roger Boundin. * Annars eru óperusýningar daglega í Scala-leik- húsunu og ávallt uppselt á skömmum tíma, því Italir virðast ennþá kunna að meta söngleikina engu síður nú en á dögum Pucscinis og Verdis. Þegar aðsókn er sem mest, bíður fólk í tugatali eftir að fá keypt stæði, jafnvel í tvær stundir áður en sýning hefst. Meðal söngleikja, sem gengið hafa undanfarið má nefna: Carmen, Lucia di Lammemoar, Andrea Chenier, La Forga del Destino, Regina Uliva, I Purritani, La Tavorita o. fl. Bráðlega hefst sýning á söngleik Wagners, Valkyrjan, og verða söngvarnir Kirsten Flagstad og Max Loreny í aðalhlutverkunum. Stjórnandi mun verða Victor de Sabata. * Fiðlusnillingurinn Yehudi Menuhin kom hér á leið sinni vestur um haf og hélt hér einn hljómleik. Lék hann fyrir troðfullu húsi aðdáenda sinna, og voru viðtökur glæsilegar. Varð snillingurinn að sefa fagnaðarlætin með tveimur aukalögum. Efnisskráin var þessi: G. Tartini: Trillo dell Diavolo. C. Franck: Sonata; G. S. Bach: Ciaccona (úr IV. sónötunni fyrir fiðlu); N. Paganini: Conserto í E-moll. — Blöðin hér sögðu að hann hefði gert menn hvumsa með undraverðri leikni sinni, en hins vegar hefðu margir orðið fyrir vonbrigðum hvað snertir túlkun hans, eink- um á Sónötu C. Francks. Þá hafa og komið hér fram ýmsir þekktir tón- listarmenn og má þar t. d. nefna píanósnillinginn Wilhelm Bacchaus, hljómsveitarstjóran tékkneska Rafael Kubelik og píanósnillinginn Edvin Fisher. Sá síðast nefndi stjórnaði hér Margart-tónleikun- um og lék einleik á píanó. Um þessar mundir eru 25 ár liðin síðan ítalska tónskáldið og píanósnillingurinn Ferruccio Busoni lézt í Berlín í Þýzkalandi. Hann ól aldur sinn að „La Scala" Milano. MUSICA 7

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.