Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Síða 4

Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Síða 4
Hún syngur hlutverk Gildu í »Rigoletto« Rabbað við ungfrú E 1 s e Miihl Óperan „Rigoletto“ eftir Verdi er nú æfð af kappi í Þjóðleikhúsinu. Ungfrú Else Miihl, sem ráðin hefur verið hingað til þess að syngja hlutverk Gildu, aðalkvenhlutverkið, er fyrir skömmu komin hingað og tekin að æfa með hópnum, en Stefán íslandi, sem syngur aðaltenórhlutverkið, hefur þegar dvalizt hér um nokkurt skeið. Gera forráða- menn óperuflutningsins sér vonir um, að allt takizt vel, varðandi þessa fyrstu tilraun á þessu sviði hér á landi; en allir söngvararnir, að Elsu Múhl undanskildri, eru íslenzkir. Þá er leikstjórinn norskur að uppruna, en hef- ur að undanförnu starfað við óperuna í Stokkhólmi sem leikstjóri. Dr. Urbancic annast hljómsveitarstjórn. Ungfrú Else Múhl hefur sungið hlutverk Gildu í söngleikhúsum á Frakklandi og víðs- vegar á meginlandinu við góðan orðstír. Rit- stjóri Utvarpsblaðsins hitti liana að máli um daginn á heimili þeirra Urbancichjóna, en það er fyrir ábendingu dr. Urbancic, sem hafði heyrt ungfrúna syngja á tónlistahátíð í Salzburg, að hún var ráðin hingað. Ungfrú- in hefur að undanförnu dvalizt í Sviss, og kvaðst hún hafa heyrt þar margt um ísland og íslendinga, og hefði hvort tveggja verið vel horin sagan. Samt kvað hún marga kunn- ingja og samstarfsmenn hafa rekið upp stór augu, er þeir heyrðu, að hún ætlaði til ís- lands, þeirra erinda að syngja hlutverk í óperu! Ojæja, — það er ekki laust við, að okkur þyki þetta fréttnæmt líka . . . Ungfrú'Else Múhl er austurrísk að ætt og uppruna. Hún stundaði nám við tónlistarhá- skólann í Salzburg, fiðluleik og söng jöfnum höndum; hefur hún haldið opinbera fiðlu- hljómleika í Austurríki við góða dóma, en svo fór, að sönglistin hafði yfirhöndina. Hún hefur nú sungið í fjölmörgum þekktustu óperum, meðal annars í öllum óperum Moz- arts, en á þeim hefur hún miklar mætur. Auk þess hefur hún efnt til sjálfstæðra söng- skemmtana víðsvegar um álfuna, og hlotið 4 ÚTVARPSBLAÐIÐ

x

Útvarpsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.