Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Síða 11

Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Síða 11
að öllu leyti hin sama og notuð er við venju- legar útvarpssendingar, en til þess að hljóð- neminn sjáist ekki á sjálfri myndinni, er hon- um komið fyrir á hreyfanlegri slá, sem er talsvert hærri en Ijósmyndavélin, og annast sérstakur aðstoðarmaður hljómupptökuna. Hljóðneminn breytir tónbylgjunum í raf- sveiflur, sem berast út í geiminn frá sérstök- um hljómsendi í útvarpsstöðinni, eftir að orka þeirra hefur verið margfölduð þar og aukin að styrk. Venjulega er tónvarps- og sjónvarpsnetinu komið fyrir á sömu útvarps- stöngunum, og bæði netin senda samtímis, þegar útvarpað er. Hinsvegar getur sama móttökunetið tekið við hvorttveggja, en við- tækið aðgreinir síðan tónsveiflur og ljósraf- sveiflur; skilar þeim fynnefndu til hátalar- ans og þeirn síðarnefndu að firðsjárfletinum. Segja mætti ef til vill, að það sé fyrst og fremst viðbragðstregða hins mannlega auga, sem gerir okkur kleyft að njóta sjónvarpsins. Það er þes’si sarna viðbragðstregða augans, sem veldur því, að okkur virðist sem við sjáum skepnur og hluti á hreyfingu á kvik- myndatjaldinu, þegar samfelld röð mynda, sem teknar hafa verið af viðkomandi skepn- um eða hlutum, birtast þar og hverfa svo hratt, að við getum ekki greint að skipt sé um myndir í sífellu. Til þess að svo nregi verða, þurfa 24 myndir að birtast þar og hverfa á hverri sekúndu. Á firðsjárfletinum birtast og hverfa 25 myndir á sekúndu, — 30 myndir, þegar um er að ræða tæki af bandarískri gerð; — að vísu birtast þær og hverfa með allt öðrum hætti, en þegar kvik- myndir koma fram á tjaldi, en oflangt mál vrði að skýra það nánar liér. Eins og áður er getið, eru sjónvarpssend- ingar aðeins framkvæmanlegar á skamm- bylgjum, (ultra short waves), eða á 1—10 metra bylgjulengd. Rafsegulbylgjur af þeirri lengd berast um geiminn með líkum hætti og Ijósið; þær geta til dæmis aðeins borizt beint en sveigjast ekki eftir lögun jarð- bungunnar eins og rafbylgjur af meðallengd. Móttökunetið getur því aðeins náð þessum rafsegidbylgjum frá sendinetinu, að hvergi beri hæðir eða fjöll á milli. Þessvegna verð- ur að velja sendistöðinni stað eins hátt og unnt er, og getur starfssviðsgeisli hverrar stöðvar aldrei orðið lengri en 75 kílómetrar vegna jarðbungunnar, enda þótt sendistöð- in standi allhátt og hvorki fjöll né hæðir hindri för rafsegulbylgjanna. Þetta veldur því, að sjónvarpsnotendur geta aðeins notið sjónvarps frá nálægustu stöðvum. I Bandaríkjunum hafa menn reynt að draga úr þessum örðugleikum með róttæku og frumlegu ráði, eins og við má búast af þeim þar vestra. Ráðið er í því fólgið, að staðsetja sjónvarpssendirinn „skýjum ofar“. Tilraunir hafa sýnt, að sendistöð um borð í flugvél, sem heldur sig í 8000 metra hæð, nær sambandi við móttökunet í 300 kílómetra fjarlægð. Sá böggull fygir þó skamrririfi, hvað hagnýtingu þessa ráðs snertir, að sjón- varpsflugstöð getur því aðeins starfað, að sæmilegt flugveður sé; annars er þessi að- ferð enn á tilraunastigi. Ekki eru þó enn taldir allir örðugleikar, sem samfara eru sjónvarpsstarfsemi, en lítt eða ekki koma til greina, þegar um venju- legt útvarp er að ræða. Ekki er til dæmis hægt að flytja dagskráratriði sjónvarpsins frá staðnum, þar sem upptakan fer fram og til sendistöðvarinuar eftir venjulegum síma- leiðslum, en á því eru engin vandræði, þegar dagskráratriði tónvarps á lilut að máli. Raf- segulbylgjuhraði sjónvarpsins er svo mildll, að venjulegar símaleiðslur anna því ekki, og verður því að gera sérstakar leiðslur í þessu skyni, sem eru ákaflega dýrar. Til dæmis má geta þess, að áætlað kostnaðarverð slíkr- ar leiðslu, sem ráðgert hefur verið að leggja yfir þver Bandaríkin, eða um það bil 4000 km. leið, nemur 15 milljónum dollara. ÚTVARPSBLAÐDE) 11

x

Útvarpsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.