Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Page 20

Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Page 20
ur af sjónvarpsstarfsemi á Bretlandi og víð- ar, má gera ráð fyrir, að kostnaðurinn við sjónvarpsdagskrá verði að minnsta kosti fimmfaldur, samanborið við venjulega út- varpsdagskrá. Ber margt til þess. Mörg sjón- varpsatriði kref jast mun meiri undirbúnings og æfingar heldur en útvarpsatriði; sé til dæmis um leikritaflutning í sjónvarp að ræða, verða leikendurnir að þaulæfa hreyf- ingar allar og svipbrigði með tilliti til þess, að leikur þeirra birtizt í myn'dum á firðsjár- fleti viðtökutækjanna; auk þess verða þeir að flytja leikinn á til þess gerðu leiksviði, búnu tjöldum og öðru, sem leiknum heyrir til. Þá starfa og mun fleiri „sérfræðingar“ við upp- töku sjónvarpsatriða en venjulegra útvarps- atriða, og þó einkum að undirbúningi þeirra, auk þess sém sjónvarpsupptáka krefst einn- ig fleiri aðstoðarmanna. Verður ekki komizt af með minna en tíu til fimmtán manna starfslið, jafnvel þótt um tiltölulega fábrot- in upptökuatriði sé að ræða, en sjaldan þarf nema fjóra eða fimm menn við upptöku út- varpsatriða. Þá er þess að gæta, að sjónvarpsviðtæki eru, að minnsta kosti enn sem komið er, mun dýrari en venjuleg útvarpsviðtæki. Ut- söluverð sjónvarpstækja erlendis er nú þrjú til fjögur þúsund krónur, reiknað með ís- lenzku gengi, en þar við bætist að loftnet, leiðslur og viðgerðir eru og mun dýrari, þegar um sjónvarpsviðtæki er að ræða. Einn- ig eyða þau fimmfalt meiri rafstraum heldur en útvarpsviðtæki, og má því gera ráð fyrir, að rekstmskostnaður verði allt að því sex- faldur, miðað við venjuleg útvarpsviðtæki. Sjónvarp og útvarp. „Það tekur því að vera að glápa á tunglið, kerli mín. Það verður líklega seint tólgar- skjöldur í skemmunni á Strönd, kerli mín“, er haft eftir karlinum. Sama getum við víst sagt, þegar um sjón- varp er að ræða. Það tjóar lítt fyrir okkur að vera að tala um slíkt, það líða víst bæði ár og dagar þangað til að við verðum þeirrar furðulegu tækni aðnjótandi. Fyrst og fremst er kostnaður við slíka starfsemi svo mikill, að ósennilegt er, að við mættum undir hon- um rísa. En hitt verður þó enn örðugari þröskuldur í vegi, að landslagi hér á landi er þanig háttað, að það torveldar sjónvarps- starfsemi að verulegu leyti, eða gerir hana ef til vill því sem næst óframkvæmanlega, að minnsta kosti á því stigi, sem hún stendur enn, tæknislega skoðað. Þriðji örðugleikinn er í því fólginn, að sjónvarpsstarfsemi er vart framkvæmanleg, kostnaðar vegna, ann- arsstaðár en í þéttbýli, þar eð starfssvæðj hverrar sjónvarpsstöðvar er svo takmarkað, sem raun ber vitni. Samt sem áður er það ekki ófróðlegt að kynnast því hvernig sjónvarpsstarfsemi er háttað með þeim jrjóðum, sem hennar mega njóta. Sumsstaðar, til dæmis að taka í Banda- ríkjunum, hefur sjónvarpsstarfsemin færst svo ört í aukana, að helzt mætti líkja því við útbreiðsluhraða næmrar farsóttar. Svo mikil og víðtæk eru áhrif sjónvarpsins á daglegt líf fólks þar í landi, að með ólíkindum má teljast, en mjög greinir menn á um, hvort þau áhrif muni standa til aukinnar menning- ar eða bins gagnstæða. Víst er þó um það, að sjónvarpið hefur gert almenning þar í landi mun heimilisræknari en áður var; fjöl- skyldan unir sér umhverfis sjónvarpsvið- tækið í ró og næði, og nýtur þess, sem það hefur að flytja auga og eyra, en aðsókn að skemmtistöðum er tahn hafa minnkað stór- um. Þá er og talið, að sjónvarpið sé þegar farið að hafa nokkur áhrif á gerð húsa og húsgagna þar í landi; hverri íbúð verður nú að fylgja „sjónvarpskrókur“, þar sem fjöl- skyldumeðlimir og gestir geta setið og látið sér líða vel á meðan á dagskrárflutningi 20 ÚTVARPSBLAÐIÐ

x

Útvarpsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.