Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Side 21

Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Side 21
stendur, og er sá krókur búinn sætum, sem gerð eru með tilliti til þess, að sern bezt fari um áhorfendurna og þeir megi sjá sem bezt, það sem fram fer á firðsjártjald- inu. Enda þótt menningargildi sjónvarpsins hljóti fyrst og fremst að fara eftir dagskrár- efninu, telja margir, að með sjónvarpsstarf- seminni sé hafin nýr áfangi almenningi til forheimskunnar. Fólk sé svo ginkeypt fyrir sjónvarpinu sem raun ber vitni, sökum þess, að það létti til muna á hugsanastarfsemi þess; sjónvarpsdagskráin krefjist enn minni umhugsunar lieldur en venjuleg útvarps- dagsskrá, og komi þetta heim við þá stað- revnd, að engin blöð seljist eins mikið og þau, sem flytja mest af efni sínu í myndum. Margir spá því, að sjónvarpið muni' með öllu útrýma útvarpsstarfseminni, þegar fram liða stundir, og enginn neitar því, að það hljóti að hafa í för með sér verulegar breyt- ingar á útvarpsdagskránni í þeim löndurn, þar sem hvorttveggja er starfrækt. Sir Willi- am Haley, forstjóri útvarps- og sjónvarps- starfseminnar í Bretlandi, telur þess þó litl- ar líkur, að til þess komi, að sjónvarpið út- rými útvarpinu. „Þessu er svipað faiáð og með bókaútgáfuna“, segir hlann. „Bjækur, sem ekki eru skreyttar myndum, seljast enn þann dag í dag, enda þótt almenningur eigi völ myndskreyttra bóka í miklu úrvali“. Sum- ir álíta og líklegt, að það muni sannast á sjónvarpinu, að „fyrst sé allt frægast“; hylli þess muni fara þverrandi, þegar nýja brum- ið er farið af því, og þegar til lengdar lætur muni fólk þreytast á því að sitja grafkyrrt og steinþegjandi stundunum saman, dag eft- ir dag og kvöld eftir kvöld einblínandi á það, sem fram fer á firðsjárfletinum. Sjón- varpið krefst þess nefnilega í enn ríkari mæli heldur en venjulegt útvarp, að þeir, sem þess vilja njóta, einbeiti að því athygli sinni allri og óskiptri. /////y/c/ag 3/cmc/jr IÆKJARGÖTU 4 SilÍAR 6600 • i 6606 EySið skemmri tíma áleiðinni lenqri tíma á staðnum. Ferðiit mrð Föxiiiium ÚTVARPSBLAÐIÐ 21

x

Útvarpsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.