Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Síða 24

Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Síða 24
Söngvasafn Kaldalóns Nýtt hefti, það sjötta í röðinni, af Söngva- safni Kaldalóns er fyrir skömmu komið út. Hefur það að geyma tuttugu einsöngslög, þeirra á meðal lögin við söngvana úr leikrit- inu „Danzinn i Hruna“ eftir Indriða Einars- son. Meðal annarra laga í heftinu, sem lengi hafa notið mikilla vinsælda, má nefna „Betli- kerlingin“, við kvæði Gests Pálssonar, og „Grindvíkingur", við kvæði eftir Orn Arn- arson. Onnur lög í heftinu eru við kvæði eftir Davíð Stefánsson, Fr. Ásmundsson- Brekkan, Höllu Eyjólfsdóttur, Grím Thom- sen, Halldór Kiljan Laxness og fleiri. Carl Billich píanóleikari hefur búið lögin undir £>igvalcli Katclalóns Útvarpskórínn syngur þann 20. þ'tní; stjórnandi Róbert A. Ottósim prentun. Útgefandi er Kaldalónsútgáfan. Sigvaldi Kaldalóns er eitt vinsælasta tón- skáld, sem við höfum átt, og mörg af lögum hans eru fyrir löngu orðin „íslenzk alþýðu- lög“, í þess orðs bezta skilningi. Vinsældir þeirra eru ekki neitt tízkufyrirbæri, þau eru orðin eign almennings eins og þjóðlögin. Nægir í því sambandi að nefna lög eins og „Suðurnesjamenn", „Ég lít í anda liðna tíð“, „Gekk ég upp í Hamrahlíð", „Erla“ og „Brúnaljós þín blíðu“. Þá hafa lögin við söngvana úr Danzinum í Hruna notið al- mennra vinsælda. Hefti þetta er prentað á mjög góðan pappír, snoturt að útliti og frá- gangur allur hinn vandaðasti. 24 ÚTVARPSBLAÐIÐ

x

Útvarpsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.