Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 7
ÚTVARPSTÍÐINDI 103 viðtal við áhrifamikinn íðna'Sarfromu'ð. Hann fullyrti að engin einstök iðnaS- argrein hefði átt jafnmikinn þátt í sigri Bandamanna í styrjöldinni eins og út- varps- eða radio-iðnaðurinn. Þó segja megi að fullyrðingar f blaðaviðtölum beri ætíð að taka með fyrirvara, þá mun það almennt viðurkennt að þátt- ur radio-iðnaðarins í sigrinum sé veiga- mikill. Þá getur maður betur skilið ástæð- una fyrir því að í apríl 1942 var al- gjörlega bönnuð framleiðsla útvarps- tækja til almenningsnota og þessi iðn- aður allur settur í hemaðarþarfir. Þó að hulinsblæju hernaðarleyndar- dómanna hafi ekki ennþá verið Ivft og almenningur fái ef til vill aldrei áð vita um öll þau töfratæki, sem framleidd Tiafa verið á þessu tímabili í þágu hem- aðarins, þá er kunnugt um ýmsar nýj- ungar radiotækninnar, sem höfðu stór- kostleg áhrif á gang styrjaldarinnar, auk framleiðslu mikils fjölda af al- mennum þektum tækjum sem nútíma hernaður krefst. Svo að einhverra dæma sé getið mætti minnast á tvö atriði, sem höfðu veigamikil áhrif á gang stríðsms. Það sló miklum óhug á herstjórn Breta eft- ir orusturnar í Flandern og fall Frakk- lands 1940, er það vitnaðist að yfir- burðir þýsku skriðdrekahersveitanna hefðu sennilega byggst að mestu á því, að þeir vom allir búnir sendi- og mót- tökutækjum og var stjórnað með þeim líkt og herskipum er stjórnað frá for- ustuskipum í orustum. — Skriðdrekar Bandamanna höfðu ekki verið búnir slíkum tækjum. Allri skriðdrekaframleiðslu Breta og Bandaríkjanna varð skyndilega að breyta og búa hvern einastan skrið- dreka bæði senditæki og móttökutæki. Þegar þes$ er minnst að tugþúsund- ir skriðdreka vom notaðir í hernaðin- um, næstu árin á eftir, fær maður hugmynd um hvaða átak hefir þurft að gera til þess að leysa þetta atriði. Þá hefir það ekki vakið lida at- hygli hvað flughernaði Bandamanna hefir áunnist með hinu fræga ,,Radar“ tæki o. fl. o. fl. Fyrstu tvö stríðsárin var selt meira af viðtækjum hér á landi en nokkum- tíma áður, en eftirspurnin var þó mikið meiri en hægt var að fullnægja og virtist fara stöðugt vaxandi. Um líkt leyti og framleiðsla til al- menningsþarfa var bönnuð í viðskipta- löndum vorum, gerði Viðtækjaverzl- unin þær víðtækustu ráðstafani/, sem möguleikar voru á og leyfðar voru, samkvæmt gjaldeyris-heimildum, til kaupa á tækjum í Ameríku og tókst að festa kaup á um 7000 viðtækjum. Það virtust vera mjög álitlegar birgðir, miðað við hinn takmarkaða innflutn- ing áranna á imdan. Þá höfðu einnig verið keypt 2000 viðtæki í Englandi og voru þau tilbúin og biðu sendingar þegar blátt bann var lagt við útflutningi þeirra. Það voru sár vonbrigði. Tækjabirgðirnar seldust fyrr en gert var ráð fyrir og nú um langt tímabil hafa engin tæki fengist. — Álítið þér að mikilla breytinga og nýjunga sé að vænta hvað almenn útvarpsviðtæki snertir? — Það er allangt síðan viðtækja- smiðjurnar höfðu tilbúnar áætlamr sfn- ar um tækjaframleiðsluna á 10—12 fyrstu mánuðunum eftir að smíði tækja yrði leyfð og hafin á ný. Þessar áætl-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.