Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 14
110 ÚTVARPSTIÐINDI frá London, Parfs, Luxembourg og Róm, og skýrðu frá hvernig hermenn Bandaríkjanna og hinar erlendu þjóðir hefðu tekið fregninni. Síðar töluðu fréttaritarar, sem voru um btorð í her- skipum á Kyrrahafi. Hvarvetna kom það sama fram: Menn trúðu vart, að þessi mikli forseti væri látinn. Hann hafði svo lengi verið í Hvíta húsinu, börn vissu ekki að nokkur annar for- seti hefði verið til. Allan naesta dag var ekki útvarp- að neinu nema fréttum, Iýsingum á jarðarför forsetans, og sorgartónlist. Skemmtiþættirnir með fremstu skop- leikurum landsins heyrðust ekki, dans- hljómsveitirnar Iögðu hljóðfæri sín til hliðar, og hætt var við hin fjölmörgu útvarpsleikrit, sem heyra má klukku- tímum saman daglega í amerísku út- varpi. Þetta hafði aldrei verið gert í Ameríku fyrr. Kl. 4 á laugardag var svo tveggja mínútna þögn á öllum út- varpsstöðvum landsins, en það mun heldur aldrei hafa komið fyrir áður. Fánar blöktu í hálfa stöng, öllum skemmtunum og fundum var frestað um gjörvalt landið. Þriðja og fjórða dag eftir lát forsetans var útvarpið enn sem fyrr f sorg, aðeins tónlist og fréttir. Oðru hvoru komu fram frétta- ritarar útvarpsfélaganna og skýrðu frá minningarathöfnunum í Washinton og Hyde Park. Stundum urðu þeir að hætta í miðju kafi og Iáta aðra taka við, svo mikið var þeim niðri fyrir. Amerískt útvarp átti sízt allra frétta von á fregninni um lát Roosevelts. Ot- varpsfélögin eru viðbúin ýmiskonar stórfréttum, og höfðu sérstakar áætl- Höfum nýlega fengið margar gerðir af þessum ágætu karlmannaskóm < )1 Skóverzl. B. Stefá nssonar Laugaveg 22

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.