Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 13
ÚTVARPSTÍÐINDI 109 BENEDIKJ S. QRÖNDAL: ÚTVARPIÐ OG ROOSEVELT BANDARÍKJAFORSETI Cambridge, Mass., USA. Með Roosevelt forseta féll í valinn einn mesti snillingur samtfSar okkar í notkun útvarps. Rödd hans var skýr og hljómfögur, og í hvert sinn, sem hann talaði í útvarp, hlustuðu milljónir manna um heim allan. ÞaS er sagt um hinn látna forseta, að hann hafi staðið nær þjóð sinni en nokkur annar þjóðhöfSingi. „ÞaS er eins og einn úr manns eigin fjölskyldu sé dáinn“, sagSi sjóliði einn, er hann heyrði fréttina um lát forsetans. Þetta sýnir tilfinningar almennings gagnvart leiðtoga sínum b'etur en nokkuð annað, og það var fyrst og fremst gegnum útvarp, sem Roosevelt náði svo nánu sambandi við þjóð sína. Hann varð fyrstur allra forseta til aS flytja reglu- lega ræSur, sem hann kallaSi „Rabb viS arineldinn“, og reeddi hann þá ó- formlega um helztu vandamál, sem steSjuSu aS. Snilli Roosevelts mun aldrei hafa komiS fram eins skýrt og í kosningabaráttunni gegn Dewey, en þar átti hann viS mann, sem einnig hefur afbragSs útvarpsrödd. Um þaS Frh. af bls. 108. . . . Já, í þá daga fannst manni lífiS stundum erfitt, hélt listmálarinn, vinur okkar áfram, — en nú brosum viS skilningsríkari yfir allri hinni harm- gletnu baráttu unglingsáranna. . . . bil 85J/2% allra blaSa Bandaríkjanna voru á móti Roosevelt, en útvarpiS var aS sjálfsögSu hlutlaust. Var þaS því fyrst óg fremst á öldum "hljóSvak- ans, sem forsetinn náSi til þjóSarinnar og kollvarpaSi starfi blaSanna gegn honum. ÞaS var kl. 5.48 síSdegis, sem lát Roosevelts var tilkynnt í Hvíta húsinu. Tveim mínútum síðar höfSu tvö út- varpskerfi, sem eiga stöSvar um gjör- völl Bandaríkin, skýrt hlustendum frá sorgarfréttinni. Allir venjulegir dag- skrárliSir voru stöSvaSir, og í fjóra daga var amerískt útvarp í sorg. Þjóð- in var sem þrumu lostin við fregnina, og flestir opnuðu útvörp sín til aS bíða frekari fregna. Þulirnir sem eru menn meS kráftmiklar raddir og langa reynslu viS hljóðnemannS lásu nú hægt, stoppuðu, og margir þeirra voru klökkir. Allt kvöldið var aðeins út- varpaS þeim fréttum, sem bárust um síSustu stundir forsetans, en þess á milli leikin sorgartónlist. SfSar komu fram menn, sem skýrðu frá æviatrið- um forsetans, ræddu starf hans og líf og Iýstu sorg þjóðarinnar við missi hans. Fréttin um lát forsetans barst brátt um allan heim. Tveim klukkustundum eftir að hún var fyrst send frá Hvfta húsinu, töluðu fréttaritarar NBC, stærsta útvarpsfélags Bandaríkjanna,

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.