Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 4
220 ÚTVARPSTlÐINDI Áslúkur úr Skagafirði skrifar: „Senni- Jega yrði allt útvarpsefni úrvals efni, ef þeim, sein þar kæmu fram, væri tilkynnt, að nú væri það þeirra síðasti „sjans“ að láta ljós sitt skína. I’etta kom inér í lmg, er ég hlýddi á þáttinn „Lög og létt hjal“ síðast. IJá tiikynnli Friðrik Sigurbjörns- son, sem hefur annazt þennan þátt í vet- ur, að útvarpsráð hefði táð sér, að nú ætti hann að syngja sitt síðasta vers. „En þrátt fyrir það skulum við reyna að láta liggja vel á okkur“, sagði hann. . . . Mér datt raunar í hug, að einmitt þess vegna væri sjálfsagt að láta iiggja vel á sér. Því það er sannast mála, að Friðrik liefur tekizt að gera þennan þátt frámunalega lélegan og nánast þrautleiðinlegan. — En svo brá við í þetta sinn einmitt þegar liann var að syngja sitt síðasta vers, að þátturinn var góður og skemmtilegur — hreinasta afbragð. Var hvert „númerið“ öðru betra, þótt segja megi, að þálturinn hafi náð hámarki sínu með eftirhermum ,,Ketils“. — Mig grunar, að það sé nú dulnefni, og þyrfti viðkomandi ekkert að skammast sín fyrir að gefa sig opinber- lega fram. Belri eftirlíkingar af röddum hafa varla áður komið fram, jafnvel ekki hjá okkar kunnustu eftirhernnim. — Margt fleira var gott og skemmtilegt í þessum þætti, þótt eftirliermur „Kctils“ tækju því öllu fram. — Ég vil þakka Friðrik Sigurbjörnssyni fyrir þennan þátt, og vona, að þótt honum hafi oftast tekizt heldur böngulega í vetur, fái hann aftur tækifæri til að láta ljós sitl skína í útvarpinu. Hver veit nema að hann hafi nú einmitt hitt á „rétta hylgjulengd“ og haldi þvi, og þá finndist mér sjálfsagt, að lofa honum að halda áfram. OOOOOOOOÓÓOOOOOOOOOO RÍKISIJTVARPIÐ Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þegna landsins með hverskonar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborg- anir, samningagerðir o. s. frv. — Út- varpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrifstofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998. ÚTVARPSRÁÐIÐ (Dagskrástjórnin) hefur yfirstjórn hinn- ar menningarlegu starfsemi og velur út- varpsefni. Skrifstofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síðd. Sími 4991. FRÉTTASTOFAN annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru í hverju héraði og kaupstaö landsins. Sími frétta- stofu 4994. Sími fréttastjóra 4845. AUGLÝSINGAR Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynn- lngar til landsmanna með skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifa- mestar allra auglýsinga. Auglýsingasími 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með útvarpsstöö- inni, magnarasal og viðgerðastofu. Sími verkfræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFTAN annast um hverskonar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og viðgerðir viðtækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ er: Útvarpið inn á hvert heimili I Allir lands- menn þurfa að eiga kost á því, að hlusta á æðaslög þjóðlífsins; hjartaslög heims- Ins. Ríklsútvurpið. 0000000000000000000«

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.