Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 16
232 ÚTVARPSTÍÐINDI Ég var með peninga í vasanum handa honum, en lét hann ekki hafa þá. Það er bókstaflega hryllilegt að horfa á myndirnar hans, þessi líka klessuverk!“ Frúin hafði enga löngun til að ræða við mann sinn um málverk Péturs. Yfirleitt var henni ekkert um þennan frænda manns síns gefið. „Ég sá nýjustu kjólatízku í verzl- un í gærdag,“ sagði hún og vildi auðsýnilega taka upp annað mál- efni. „Já, einmitt,” svaraði hann áhuga- laust. „Fyrst að þú hefur nú sparað þessa peninga, sem annars áttu að fara til frænda þíns ættirðu alveg eins að geta látið mig hafa þá,“ hélt hún áfram. „Ég hélt, að þú værir orðin upp úr því vaxin og komin yfir þann aldur að eltast við nýjustu tízku,“ sagði Lindelin. „Annars hef ég ekk- ert á móti því, að þú kaupir þér nýja kápu eða kjól eða yfirleitt það sem þig vanhagar helzt um. Gerðu svo vel, hér eru peningarnir, sem ég ætlaði að láta Pétur hafa.“ Lindelin forstjóri taldi fimm hundruð krónur fram á borðið og fékk konu isnni. Síðan flýtti hann sér til skrifstofu sinnar. Síðari hluta dagsins fór frúin í verzlanir og leit á tízkuútstilling- arnar. En nú þegar hún hafði pen- ingana handa milli, fannst henni ekki nærri eins mikið til kjólanna koma eins og henni hafði fundist daginn áður. Hún skoðaði marga þeirra, en keypti engan. Henni fannst heldur ekkert liggja á, og hún vildi leita víðar fyrir sér. Á leiðinni til næstu vefnaðarvöru- verzlunar var kvikmyndahús, og þegar frú Lindelin gekk framhjá því, var sýning að hefjast. Hún fékk allt í einu löngun til að sjá myndina og keypti sér miða og gekk inn í kvikmyndahúsið. Hefði einhver að fyrrabi’agði spurt frú Lindelin að því, hvort henni hefði ekki fundist myndin átakanleg, hefði hún verið vís með að svara, að slík mynd sem þessi ætti sér enga stoð í veruleikanum; að hún væri uppspuni frá upphafi til enda. Og það kann vel að vera að hversdagslega hafi frúin ekki verið tilfinninganæm. En í raun- inni var hún þó draumlynd og rómantísk. Þegar hún las sorglegar bækur, runnu þær henni til rifja, og þegar hún horfði á sorglegar kvikmyndir, grét hún af meðaumkun með þeim, sem sættu grimmum ör- lögum. Og myndin, sem hún hafði nú horft á var einmitt ein af þeim sorglegu. Hún fjallaði um fátækan listamann, sem unni list sinni af heilum huga og tók hana fram yfir allt annað. Engin skildi hann nema kona hans, en hún studdi hann líka trúlega í baráttunni, og hjálpaði honum eftir mætti. Fláráður félagi hans, sem einnig var listamaður, ótryggur og undirförull, gerði hon- um allt til skapraunar og skaða, sem hann gat. Hann reyndi meira að segja að fleka konuna frá honum, og rógbar félaga sinn á ýmsan veg og reyndi á einn og annan hátt að eyðileggja mannorð hans. Að endingu sást, hvar ungi lista- maðurinn lá fárveikur í fátæklega kvistherberginu, þar sem hann bjó,

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.