Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 12
228 ÚTVARPSTlÐINDI landi Evrópu. Oruggar heimildiir telja, að sex milljónir Gyðinga hafi verið í Evrópu, þegar styrj- öldin brauzt út, mikill meirihluti þeirra í Þýzkalandi, Austurríki og Póllandi. Af þessum sex milljónum eru nú taldar vera eftirlifandi aðeins ein og hálf milljón, og hafa því fjó’rar og hálf milljón Gyðinga látið lífið á meginlandinu á stríðsárunum. Þetta er ótrúleg tala, en mun láta mjög nærri því að vera sönn. Það er von, að þeir, sem eftir lifa þessi ósköp, þrái ekkert frekar en að komast burt frá þeim löndum, sem bjuggu þjóð þeirra slík örlög. Þegar stríðinu lauk, héldu Bretar enn við fyrri stefnu sína um að hleypa ekki nema mjög takmörk- uðum fjölda Gyðinga til Palestínu. En þá risu upp öflugar stofnanir Gyðinga, sem nutu stórra fjár- styrkja frá Gyðingum Bretlands og Banda'ríkjanna, og var flutningur Gyðinga til Palestínu á laun skipu- lagður í stórum stíl. Er mönnum í fersku minni, hversu erfitt það var Bretum að hafa hemil á þessum flutningum, og urðu þeir að flytja þúsundir Gyðinga til Kyprus. Ástandið í Palestínu versnar nú dag frá degi, og sóttu Gyðingar það fast, að innflutnignur yrði leyfður til landsins. Stofnuðu þeir heri og leynifélög í Palestínu, gengust fyrir skemmdarverkum og óeirðum og gerðu Bretum lífið eins grátt og þeir gátu. Fór svo að lokum, að brezka stjórnin gafst upp á þessu og taldi sig ekki geta stjórnað landinu við þessar aðstæðu’r, enda kostaði það stórfé og mikinn fjölda mannslífa. Tilkynnti brezka stjórnin því, að hún mundi leggja niður um- boðsstjórn sína í Palestínu 15. maí 1948, og bað sameinuðu þjóðirnar að taka við stjórn landsins, enda var nú búið að koma á fót verndar- gæzluráði SÞ fyrir slík mál. Nú var búið að leggja málið fyri'r allan heiminn og hófust harðar deilur innan sameinuðu þjóðanna. Hér er ekki rúm til að rekja þær deilur ítarlega, enda varla ástæða að geta nema merkustu viðburðanna. Kallað var saman aulcaþing þjóð- anna og málið lagt þa'r fram. Kom fram tillaga frá Bandaríkjunum þess efnis, að Palestínu skyldi skipt milli Araba og Gyðinga og var hún samþykkt með allmiklum atkvæða- mun. Bretar sátu hjá, enda höfðu þeir lýst því yfir, að þeir mundu ekki fallast á neina lausn á rnálinu, nema báðir aðilar, Gyðingar og Ar- abar, sættu sig við hana. Skipting Palestínu var nú sam- þykkt, meðal annars með atkvæði Rússa — og af smáþjóðunum greiddi til dæmis fulltrúi okkar Islendinga atkvæði með skiptingunni, svo að við getum talið sjálf okkur samsek um margt, sem komið hefur fyrir. En Arabaríkin börðust harðlega á móti skiptingu landsins helga í tvö ríki, og hótuðu öllu illu. Varð nú ljóst, að ekki mundi hægt að skipta landinu nema senda þangað sterkan her til að halda lögum í landinu, en slíkur her va’r ekki og er ekki til, og engin leið reyndist að komast að samkomulagi um framkvæmd skiptingarinnar. Auk þess var nú Bandaríkjastjórn farin að sjá eftir skiptingaráformum sínum, þar sem hún á mikilla olíuhagsmuna að gæta í Arabaríkjunum ,sérstaklega Saudi- A’rabíu. Fór að lokum svo, að Banda-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.