Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 14
374 ÚTVARPSTÍÐINDI Og þessi ágæta veðurlýsing er og eftir Björgu: Vestan blika á kúfnum kalda á Kaldbak hleður. Sunnan kvika, utan alda, austanveður. Þessi vísa er eignuð Björgu: Slingur er spói að semja söng, syngur lóa heims um bing. Kringum flóa góms um göng glingrar kjóa hljómstilling. Svo var sagt, að Björg kæmi eitt sinn á bæ nokkurn og fór barn, er þar var að gráta, er það sá hana, því að það hræddist hana, en hún var stórskorin og tröllsleg ásýndum, en gáfuð í tali. Þá kvað hún: Get eg að ég sé grýlan barna af guðunum sköpt í mannalíki. Á mig starii- unginn þarna eins og tröll á himnaríki. Og u.m iðju sína yrkir hún svo: Eg er að góna upp á sjónarhólinn oft að tóna óðarbland og að prjóna mórautt band. Sagt var, að Björg hefði kveðið á glugga í Kaupangi, yfir Björgu ömmu Guðmundar nokkurs á Varð- gjá og hefur þá að líkindum, eins og vísan bendir til, ckki verið heil heilsu: Æðir fjúk um Ýmisbúk, ekki er sjúkra veður. Klæðir hnjúka, hríð ómjúk, hvítum dúki meður. Hefi ég hér leitast við að draga fram nokkur af kvæðum og vísum Látra-Bjargar, þeirra, er til hefur náðst, en af mörgu er að taka, þótt engum efa sé bundið, að margt hafi einnig glatast og týnst. En í stuttu útvarpserindi er ekki unnt að flytja það allt, t. d. verð ég nú að sleppa öllum sveitavísum Bjargar, sem orð- ið hafa landfleygar. Einnig mörgum af kunnum tækifærisvísum, svo og ýmsum gamankvæðum og flestum vísum hennar um sjóróðra. Gefist mér tækifæri síðar að korna hér fram í útvarpinu, mun ég geta bætt nokkru við það, sem hér hefur verið flutt. Vera má, eins og ég í upphafi tók fram, að einhverjar af þeim vísum, sem ég hefi flutt, séu öðrum eignaðar eða ekki rétt með farnar og kynni ég þeim, er betur vita beztu þakkir fyrir góðar vísbend- ingar. Utvarps- AUGLÝSINGAR og TILKYNNINGAR Afgreiddar frá kl. 9 til 11 og 16.00 til 18.00 alla virka daga. Sunnudaga og helgidaga kl. 11.00—11.30 og 16—17, eigi á öðrum tímum. Sími 1095.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.