Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 21

Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 21
ÚTVARPSTÍÐINDI 381 Mannspilm og Asmn STÓRBROTNASTA SKÁLDVERK ÖNDVEGISHÖPUNDAR Ný skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson, er komin í bókaverzlanir. Þetta er tvímælalaust stórbrotnasta skáldverk þessa öndvegis- höfundar. En þetta er 13. bók hans. — Guðmundur Daníelsson er mikilvirkur höfundur. Hann hefur gefið út ljóðabækur, leikrit, smásagnasöfn og 9 stórar sögur, auk ferðabókar sinnar, sem kom út á síðastliðnu hausti. MANNSPILIN OG ÁSINN er safarík saga, þrungin af leiftr- andi lífi og frjómagni, mögnuð sterkum örlögum margra persóna, en þó fyrst og fremst heimilisföðurins að Ási, Jóns Repps alþingis- manns, og barna hans tveggja, Jónatans Repps og Guðmundu Repps, en sagan er fyrst og fremst saga þeirra — og þó fremur Jónatans, hins rótlausa gáfumanns, sem ekki finnur fótfestu á tímamörkum mikilla breytinga, þegar gamlar dyggðir hverfa, en nýjar koma í staðinn með verkalýðshreyfingu, mannvirkj afræðingum — og sköpun bæja og borga, þar sem áður voru aðeins nokkur kot. Giiðmundur Daníelsson hefur nú fágað stíl sinn, fundið honum fastara form en áður var, og við lestur þessarar skáldsögu hans verður öllum ljóst, sem raunar var vitað áður, en er hvergi eins greinilegt og hér, að Guðmundur er mikið og stórbrotið skáld, og að hann er á mikilli og örri þroskabraiut. Það mun vera samdóma álit þeirra, sem vel fylgjast með, að langt sé síðan að svo veigamikil skáldsaga og þessi hefur komið út hér á landi, frá hendi hinna yngri höfunda. MANNSPILIN OG ÁSINN er óvefengjanlega mikið listaverk. Hún verður skáldsaga þessa hausts, sú sem vekja mun mesta athygli og aðdáun allra þeirra, sem unna fögrum bókmenntum. HELGAFELL Garðasfrætl 17

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.