Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 15
ÚTVARPSTÍÐINDI 375 „Samlede værker” SMÁSAGA EFTIR PIERRE VALDAGNE Nidurlay. „Mörg bincli, manneskja . . . held ég. Satt að segja veit ég það ekki nákvæmlega". „Það er alveg furðulegt, að ég skuli aldrei hafa heyrt hans getið“. „Það skal ekki líða á löngu þar til nafn hans verður á hvers manns vör- um, þú munnt alls ekki komast hjá því að sjá það; nafn hans verður þekkt um allan heim!“ „Hvað heita bækur hans?“ „Hann hefur sagt mér það, en ég get ekki almennilega nefnt titlana, þeir eru svo háfleygir. En hann hefur lofað mér að útskýra nokkra þeirra fyrir mér. Hann ætlar að út . . . út- lista þá fyrir mér!“ „Útlista? Hvað áttu við?“ „Ja, hann ætlar að senda mér bæk- urnar, og útskýringar á þeim. „Heldurðu að þú viljir lána mér þær, þegar þú ert búin að lesa þær, — eða þó ekki væri nema eina eða tvær bækur?“ „Þó það nú væri, og þá verðurðu hreinskilnislega að segja mér hvernig þér líkar þær“. Daginn eftir þetta samtal fór Emma frá París ásamt fjölskyldu- fólki sínu, og dvaldi með foreldrum sínum fyrir utan borgina fram í nóv- emberlok, en þá kom hún aftur til Parísar. Eitt af því fyrsta sem hún gerði þegar hún kom til borgarinnar, var að heimsækja Gilbertu, sem ljómaði af ánægju og lífsgleði. „Oh! Emma, það var dásamlegt að þú skyldir loksins koma aftur, nú geturðu orðið viðstödd brúðkaup mitt. Það verður eftir átta daga“. „Svo þú ert þá raunverulega að verða frú Palancon. Gilberta fórnaði höndum til himihs. „Frú Palancon, nei, aldrei að eilífu! Það er allt saman búið að vera, bless- uð góða!“ „Hvað hefur komið fyrir?“ „Það hefur eiginlega ekkert komið fyrir — ekki með hann, þverú á móti. Ég er bara smeyk við að giftast honum og bókunum hans, — en hann og þær eru eitt og hið sama. Daginn eftir að við töluðum saman á dögun- um, sendi hann mér þrjú þykk bindi, með titlum, sem ekki var fyrir mennska manneskju að skilja. Ein hét „Yfirfallið“, önnur „Hugleiðingar um sálþróunarfræði“ og sú þriðja var kvæði um „Konuna í mánanum“ — hafi það verið til mín, þá . . . Tveimj- ur dögum seinna sendi hann mér aðra sendingu, og það voru þrjár bækur með algerlega óskiljanlegum nöfnum. Síðan hringdi hann, og spurði mig hvort ég væri búin að lesa fyrri bæk- urnar, sem hann sendi, og hvernig að mér líkaði þær. Ég þorði ekki að segja honum að ég hefði ekki svo mikið sem litið í þær. Mér var alveg ómögulegt að koma mér að því að lesa þær.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.