Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Side 5
Skýrsla
um starfsemi Vjelstjóraf jelags Islands árið 1929.
Alls voru haldnir 20 stjómarfundir
Fundir. á árinu og' 8 félagsfundir. Er það
hæsta fundatala, sem enn hefir
verið, og ber vott um það, að félagsstörfin fara vax-
andi með ári hverju. Enda hafa kaupsamningarnir,
sem stóðu yfir síðastl. ár, og ýmis nýmæli, sem kom-
ið hafa fram, veitt fj elagsstj órninni ærið að starfa.
Samningarnir við togarafélögin síð-
Samningar astliðið ár eru allmerkilegir að því
við F. I. B. leyti, að þeir hleyptu þeim hita í fé-
lagið, að aldrei hefir* meiri orðið.
Hefir og fjelagið aldrei verið nær því að lenda í
opinberri kaupdeilu. Sem betur fór, tókst þó að sigia
fram hjá því skerinu, án þess að lækka seglin að
verulegum mun. Og ekki er það einskis vert, að
nokkur reynsla fjekst um fjelagsþroska og framtaks-
löngun þeirra meðlima, sem hjer áttu hlut að máli.
Nú er samningur kominn á frá síðustu áramótum
fyrir tilstilli félagsstjórnarinnar, og alt er með kyrr-
um kjörum. Jeg hefi ekki heyrt neina óánægjui’ödd
út af samningi þessum, síðan hann gekk í gildi, og
tek jeg það sem vott þess, að menn sjeu sæmilega
ánægðir með hann. En vegna afstöðu fjelagsstjórnar-
innar til þessa máls, tel jeg mjer skylt að skýra nán-