Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Qupperneq 6
4
ar frá gangi þess frá þeirn tíma, er stjórnin tók það
í sínar hendur. í síðustu starfsskýrslu félagsins gaf
jeg lauslegt yfirlit yfir gang þessa máls, frá því er
nefnd var kosin í það sumarið 1928, og þar til er
störfum hennar lauk í marsbyrjun í fyrra vetur,
þegar slitnaði upp úr samningum og meðlimirnir
urðu að ráða sig sjálfir, eftir því, sem best gengi.
Þegar skömmu eftir að skipin voru farin út, sneri
formaður samningsnefndar F. í. B. sjer til eins úr
stjóm fjelags okkar cg óskaði þess, að samningsum-
leitanir yrðu teknar upp að nýju. Eins og á stóð,
þótti eftir atvikum rjett og sjálfsagt, að stjórnin
tæki málið þá þegar í sínar hendur, með því að bað
hefir jafnan mikla þýðingu fyrir góð úrslit hess-
háttar mála, að eigi slitni þráðurinn, þó mannaskifti
verði. Okkur var þá fullkunnugt, að vjelstjórunum
hafði ekki verið lofað því kaupi, sem þeir rjeðust
fyrir, nema um vertíðina, og að henni lokinni þurftu
þeir að semja að nýju. iSumum var jafnvel sagt upp
vistinni skriflega með 3ja mánaða fyrirvara. Alt
benti því á það, að útgerðarmenn mundu nota sjer
stöðvunartíma togaranna til þess að bægja vjelstjór-
unum frá vinnu fyrir vertíðarkaupið, og gera til-
raun til þess að fá þá fyrir lægri laun eftirleiðis.
Þegar jeg ásamt öðrum manni úr stjóm V. S. F.
í. kom á fund með samningsnefnd F. I. B., lýstum
við yfir því, að við mundum því aðeins ræða um
samninga að svo stöddu, að lýst yrði yfir því af
hálfu útgerðarmanna, að vjelstjórarnir yrðu ekki
beittir neinum harðræðum um laun og önnur ráðn—
ingarkjör umfram venju, og var því lofað. Mun þessi