Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 8
6
Hinn 19. nóvember var svo samningurinn undir-
skrifaður af báðum aðiljum, með því að ekkert það
hafði komið fram, sem breytti afstöðu aðiljanna frá
því, sem áður var.
Ef menn athuga gang þessa máls, þá er ýmislegt
um það að segja, og margt hægt af því að læra. Við
undirbúning þess var fyrst og fremst brotin megin-
regla, sem er mjög þýðingarmikil í atvinnufélagi.
Nefnd er gefið umboð með fundarsamþykt til þess
að bera fram opinberlega og semja um kröfur, sem
fjelagsstjórnin gat ekki fallist á, eða gert sjer von-
ir um, að yrði framgengt, og hafði hún þó besta
aðstöðuna til þess að meta rjettilega örðugleikana,
sem vinna þurfti bug á. Fjelagsmenn, sem hlut áttu
að máli, stóðu heldur ekki einhuga að tillögunum.
Þegar á hólminn kom, fundu andstæðingarnir þegar
hvernig alt var í pottinn búið, og að fjelagsstjóm
okkar var ekki samhuga nefndinni; meðfram sást
þetta á því, að enginn úr stjóminni átti þar sæti.
Gaf þetta útgerðarmönnum átyllu til þess að leiða
nefndina hjá sjer, á meðan hægt var, og semja ekki
við hana. „Áður en fer í hart, þá verður stjóm
vjelstjórafjelagsins að skerast í leikinn“, hafa þeir
hugsað. Enda varð sú raunin á. Með þessum undir-
búningi gat för samningsnefndarinnar varla orðið
annað en forsending, en á því átti hún ekki sök.
Það var stórum örðugra fyrir stjórn okkar að
taka við samningunum, þegar vonlaust var orðið
um þá í höndum nefndarinnar, eftir alt þvargið,
heldur en að semja, ef hún hefði búið verkið sjálf í
hendur sjer. Enda er jeg sannfærður um það, að