Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Side 11
9
aðrar en þá, að vjelstjórarnir fengju ókeypis ein-
kennisbúninga hjá fjelaginu á sama hátt og stýri-
menn. Við vildum þó ekki láta undan í þessu efni og
óskuðum þess, að tillagan yrði lögð fyrir stjórn E. í.
Urðum við og á það sáttir síðar við framkvæmdar-
stjóra E. í., að halda þessu atriði utan við samning-
inn, en vildum þó eigi undirskrifa hann, fyr en álit
Eimskipafjelagsstjórnarinnar væri fengið. Dróst
nokkuð lengi, að þeir tækju málið fyrir. I febrúar
var okkur svo tilkynt með bréfi, að stjórn E. í. hefði
fallist á að láta vjelstjórana fá einkennisbúninga
annaðhvert ár (við höfðum farið fram á, að þeir
fengju þá árlega). Þetta töldum við eftir atvikum
sæmileg úrslit, og undirskrifuðum samninginn.
Helstu breytingar frá fyrri samningi eru þær,
að vísitöluákvæðið er felt burtu. Vjelstjórarnir á
kæliskipinu fá 10% kauphækkun, á meðan siglt er
með kældan farm. E. í. tryggir fatnað vjelstj. á sinn
kostnað fyrir 1500 kr. í veikindum halda vjelstjórar
fullum launum í 3 mánuði auk ókeypis sjúkrahús-
vistar o. fl., samkv. sjólögunum. Þá er ákv. um ein-
kennisbúningana nýtt. Auk þessa fekst nú endan-
lega viðurkent, að vjelstjórar, sem starfað hafa á
ríkissjóðsskipunum, njóti sömu rjettinda um eftir-
laun og aldursfestu og aðrir vjelstjórar fjelagsins.
Þegar leið að því, að frystihúsið tæki
Samningar til starfa, voru sendir menn á fund
við sænska Svíanna til þess að tala fyrir því, að
frystihúsf je- íslenskir vjelstjórar yrðu teknir þar
lagið. til vjelgæslu. Voru þeir í fyrstu all-
erfiðir viðfangs, með því að þeir