Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Qupperneq 12
10
hafa víst búist við, að hjer væru ekki menn, sem
þeir gætu treyst til þess starfa. Rjeðu þeir þó
einn vjelstjóra, sem vann lengi að uppsetningu vjel-
anna og eins að vjelgæslunni, eftir að starfrækslan
hófst. Seinna var svo annar ísl. vjelstjóri ráðmn í
viðbót. Þegar hjer var komið, sömdum við uppkast
að samningi um laun vjelstjóranna við frystihusið
og afhentum Svíunum. Fór nú langur tími og margir
fundir í það að fá þá til þess að ganga að þeim skil-
yrðum, er við settum. Þó varð samkomulag að lok-
um. Var gerður munnlegur samningur um það, að
vjelstjórarnir hefðu kr. 500.00 á mánuði. Vinnu-
tími skyldi vera 8 stundir á dag, þ. e. 48 st. á viku,
og eftirvinna greiðast með kr. 1,25 fyrir hverja Vá
kl.stund.
Þess má geta, að laun þau, sem um var samið,
eru einungis fyrir undirvjelstjórana. Verði ísl. yfir-
vjelstjóri við frystihúsið, ber að sjálfsögðu að semja
um laun fyrir hann líka.
Þess var getið í síðustu skýrslu, að
Rafmagnsdeild frumvarpið um aukningu vjelstjóra-
við skólans hefði verið svæft í þinginu í
vjelstjói'ask. fyrra. Eftir tilmælum fjelagsstjórn-
arinnar var frumvarpið flutt aftur á
síðasta þingi og af sama manni, hr. Ásgeiri Ásgeirs-
syni fræðslumálastjóra. Fekk það nú góðar viðtök-
ur í þinginu og er orðið að lögum, að mestu óbreytt.
Er með því lagður grundvöllur að aukinni mentun
vjelstjóraefna, mentun, sem er stórþýðingarinikil
fyrir stjettina framvegis. Fjelaginu er og sómi að
því, að hafa átt frumkvæði að þessu máli og beitt