Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Blaðsíða 13
11
sjer fyrir því. Enda efast jeg ekki um, að vjelfræði-
nemendur muni fjölmenna á hinn nýja skóla. þegar
hann kemst á laggimar.
Eftir því sem meðlimunum fjöígar í
Meðlima- fjelaginu, verður æ erfiðara að hafa
skírteini. yfirlit yfir þá og að halda reglu á
fundum og samkomum, sem fjelagið
heldur, því það verður smám saman ókleift fyrir
einn fjelaga, að þekkja alla hina. Við ljetum því að
hætti annara fjelaga gera meðlimaskírteini, sem eru
bæði fyrir mynd af fjelagsmanni, og með eyðu fyrir
nafni og nokkurri vitneskju annari og auk þess eyð-
um fyrir gjaldakvittun í nokkuð mörg ár. Skírteini
þessi geta menn fengið um leið og þeir greiða fje-
lagsgjaldið, og ber að sýna þau til þess að fá aðgang
að fj elagsfundum.
Eins og kunnugt er orðið, hefir fyrir
Skattþegna- samtök nokkurra fjelaga hjer í bæn-
sambandið. um verið stofnað skattþegnasam-
band. Er tilgangur þess margvísleg-
ur, og yrði of langt að telja það alt hjer upp. Á
sambandið þó einkum að hafa gætur á skattalöggjöf
þjóðarinnar, svo og fjárreiðum bæjarfjelagsins. V.
S. F. I. var boðin þátttaka í sambandi þessu. Tók
fjelagsstjórnin því líklega, með því að hún telur fje-
laginu sóma að því, að eiga hlutdeild í framkvæmd-
um, sem miða að þjóðarheill. Voru samin lög fyrir
sambandið, og fengum við eintak af þeim til athug-
unar og samþyktar. En lögin líkuðu okkur engan-
veginn, og gerðum við all verulegar breytingartillög-
ur við þau. Á stofnfund sambandsins, sem haldinn
L