Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Qupperneq 14
12
var í háskólanum þ. 12. mars s. 1. kom jeg ásamt
varafoimanni fyrir okkar fjelag. Kom þá í ljós, að
eina fjelagið, sem sent hafði breytingartillögur, var
V. S. F. í. Þóttu sumar tillögur okkar góðar, og voru
samþyktar með lítlum breytmgum. Aftur á móti
urðu skiftar skoðanir um það, á hvern hátt væri
best að halda sambandinu fyrir utan deilur stjórn-
málaflokkanna. Fengum við ekki áheyrn með tillög-
ur okkar um það atriði. Sátum við því hjá við stofn-
un sambandsins. Málið var síðan tekið fyrir á stjórn-
arfundi og þai' samþ. eftirfarandi tillaga:
„Með því að vjer lítum svo á, að eigi sje hyggi-
lega gengið frá lögum S. í. í einstökum atriðum, og
að það af þeim ástæðum lendi fyr eða síðar í stjórn-
máladeilum (en oss er bannað í lögum vorum að
taka þátt í nokkurri þesskonar starfsemi), þá sjá-
um vjer oss ekki fært að ganga í S. I. að svo stöddu".
Þetta var síðan tilkynt stjórn sambandsins. Fje-
lagsstjórninni er það fullkomið áhugamál, að halda
fjelaginu fyrir utan deilur stjórnmálaflokka í land-
inu, eins og þær nú eru, og telur sæmd fjelagsins
við liggja, að það megi takast.
A Undir þessum lið eru tvö atriði ný,
Styrktarmal. , , , ,, * .
sem jeg tel mjer skylt að grema frá
nokkuru nánar. Eins og getið er um í ársskýrslunni
1927, var börnum Sig. Kr. Einarssonar heitins ráð-
stafað á þann hátt, að tvö þeirra dvöldu hjá móður
sinni hjer í bænum, en tvö fóru austur í sýslur. Er
annað þeirra alið upp á kostnað fjelagsins, en hitt
tók skyldfólk iSig. heitins á fóstur. Ekkjan hefir
lifað af eignum sínum með börnin tvö þangað til í