Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Qupperneq 15
13
fyrrasumar. Þá sneri hún sjer til fjelagsins og ósk-
aði eftir aðstoð, með því að eigur hennar voru þá
þrotnar. Fjelagið hafði áður samþ. að sjá þessum
börnum fyiir lífsuppeldi, eftir því sem með þyrfti,
og nú var að því komið. Samþykti fjelagsstjórnin
að greiða úr styrktarsjóði 100 kr. á mánuði fyrst
um sinn með börnunum. Gengi það til ekkjunnar, og
hefði hún börnin hjá sjer. Vonum við, að hún geti
lifað af þessu með börnin sæmilegu lífi, með því að
þau eru orðin svo stálpuð, að ekki er vonlaust um
að hún geti unnið sjer eitthvað inn til viðbótar.
Fyrsta framlag var greitt í október s. 1., eins og
reikningarnir sýna.
Þá er annað atriði um lán úr styrktarsjóði. Svo
stóð á hjá hr. Guðjóni Benediktssyni í Hafnarfirði,
að honum var sagt upp sparisjóðsláni, sem hvíldi á
húseign hans með öðrum veðrjetti ásamt ábyrgðar-
mönnum. Átti hann örðugt með að fá nýtt lán með
viðunandi kjörum, svo að hann sneri sjer til fjelags-
stjórnarinnar. Okkur var full ljóst, að honum var
hin mesta nauðsyn á, að geta haldið húsinu í sinni
eigu. Allir þekkjum við, hve stórmikil hjálp það er
sjálfsbjargarviðleitni fátækra manna hjer um slóðir,
að geta búið í sínu eigin húsi. Kaup eru varla svo
óhagstæð, að þau sjeu ekki betri en að leigja. Hann
hefir og greitt allmikið af húsinu, og var hætt við,
að það fje mundi tapast, ef hann hefði neyðst til
þess að selja. Til þess að hann þyrfti nú ekki heldur
að sæta neinum afarkostum um vaxtagreiðslu, eins
og svo margir verða að gera, rjeðumst við i að lána