Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 16
14
honum 4000 kr.*) af handbæru fje styrktarsjóðsins.
Er lánið veitt til 10 ára með 6% vöxtum gegn II.
veðrjetti í húseigninni og uppfærslurjetti, svo og
þremur ábyrgðai-mönnum. Við teljum lánið full-
trygf;, því lán það sem á I. veðrjetti hvílir, er svo
lágt, en með ráðstöfun þessari hefir félagið veitt
góðum fjelaga hjálp til sjálfsbjargar.
Jeg vil um leið minnast á það, að á undanförnum
árum hafa öðruhvoru heyrst óánægjuraddir út af
ráðstöfunum fjelagsstjórnarinnar á styrktarfje. Ein-
ræði stjórnarinnar hefir verið haft á orði, og að eigi
væri hún með öllu laus við hlutdrægni. Jeg ætla mjer
ekki að þrátta um þetta nú, því mjer virðist ástæð-
an liggja í augum uppi. Meðlimirnir fylgjast svo
lítið með í starfsemi fjelagsins og geta því ekki af
nægilegri þekkingu dæmt um störf stjórnarinnar.
Þetta varð þó til þess, að á aðalfundinum í fyrra var
kosin 3ja manna nefnd til þess að endurskoða styrkt-
arsjóðslögin og að sjálfsögðu að reyna að finna eitt-
hvert form á styrktarstarfsemi fjelagsins, sem
mönnum fjelli betur í geð. Jeg gerði, í starfsskýrslu
fjelagsins fyrir árið 1927, grein fyrir þeirri stefnu
fjelagsstjórnarinnar í þessu máli, sem fylgt hefir
verið, síðan styrkveitingar byrjuðu. Og jeg get
fullvissað meðlimina um það, að frá henni hefir ekki
verið hvikað. Fje hefir ekki verið veitt fram yfir
það, sem iögin heimila. Sjeu einhverjir óánægðir
með þessar skýringar, vildi jeg mælast til, að þeir
*) Færðar A þessa Ars reikning.